Boðskort á útskrift

Útskriftarhátíð Fjölbrautaskóla Snæfellinga verður haldin föstudaginn 22. maí í  hátíðarsal skólans í Grundarfirði. Hátíðin hefst kl.15:00 og að henni lokinni verða kaffiveitingar í boði skólans.   Allir velunnarar skólans eru velkomnir. Skólameistari  

Vallarumsjón íþróttavallar Grundarfjarðar

Grundarfjarðarbær óskar eftir tilboðum í umsjón með íþróttavelli Grundarfjarðar sumarið 2015.  

Skólastjóri Grunnskóla Grundarfjarðar

Grundarfjarðarbær auglýsir starf skólastjóra Grunnskóla Grundarfjarðar laust til umsóknar.  

Tónlistarskólinn í Grundarfirði

Vortónleikar og skólaslit Tónlistarskólans í Grundarfirði verða haldnir sunnudaginn 17.maí n.k. kl 17:00 í sal FSN. Fjölbreytt og skemmtileg dagskrá.   Allir hjartanlega velkomnir.  

Götusópur

Götusópurinn verður í bænum næsta daga. Íbúar eru vinsamlegast beðnir um að auðvelda vinnu götusóparans og færa bíla sína.  

Blóðbankabíllinn

  Blóðbankabíllinn verður í Grundarfirði þriðjudaginn 5. maí við Samkaup-Úrval frá kl. 12-17.     Allir velkomnir.

Ný vefsíða hafnarinnar

Ný vefsíða Grundarfjarðarhafnar hefur nú litið dagsins ljós. Síðan er mjög aðgengileg og veitir góðar upplýsingar um höfnina.  Vefsíðan er “responsive” eins og það kallast en þá virkar hún jafnt í tölvum, spjaldtölvum og snjallsímum.   Vefsíðan verður í stöðugri vinnslu og endilega látið okkur vita um allt það sem betur má fara.  

Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi og nýtt deiliskipulag vegna aðveitustöðvar.

Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003-2015. Aðveitustöð – Aðalskipulagsbreyting   Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur samþykkt á fundi  20. mars 2015 að auglýsa  breytingu á aðalskipulagi Grundarfjarðar 2003-2015 samkvæmt 1. mgr.  31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Meginmarkmið aðalskipulagsbreytingarinnar er að bæta afhendingaröryggi raforku á svæðinu með færslu tengivirkis í aðveitustöð og lagningu jarðstrengja, auk þess að færa aðveitustöðina fjær íbúðarbyggð. Markmiðið er einnig að breytingin valdi sem minnstri röskun á umhverfinu til lengri og skemmri tíma. Aðalskipulagsbreytingin verður aðgengileg á vef Grundarfjarðar, www.grundarfjordur.is og á skrifstofu skipulags- og byggingarfulltrúa, Borgarbraut 16 á skrifstofutíma frá 10-14 frá 29. apríl 2015 til 11. júní 2015 og eru þeir sem telja sig eiga hagsmuna að gæta eru hvattir til að kynna sér aðalskipulagsbreytinguna og koma ábendingum eða athugasemdum á framfæri, skriflega til skipulags- og byggingarfulltrúa Grundarfjarðar, Borgarbraut 16, 350 Grundarfjörður eða á netfangið bygg@grundarfjordur.is  í síðasta lagi 11. júní 2015. Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Grundarfirði.   Aðalskipulagsbreytingu/tillögu er hægt að nálgast hér. Aðalskipulagsbreytingu/greinagerð er hægt að nálgast hér.  

Sundlaug Grundarfjarðar

Vegna bilunar í tækjabúnaði sundlaugar er ekki fyrirséð með opnun á sundlaug. Búið er að panta þann búnað sem bilaði. Tilkynnt verður um opnum með 3-4 daga fyrirvara.    

Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi vestan Kvernár – Iðnaðar og athafnarsvæði.

Auglýsing um breytingu á deiliskipulagi vestan Kvernár – Iðnaðar og athafnarsvæði. Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur samþykkt á fundi  14. apríl 2015 að auglýsa breytingu á deiliskipulagi  samkvæmt  1.mgr. 43.gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Deiliskipulagsbreytingin á við lóðina Ártún 1, þar sem byggingarreitur er settur inn með nýtingarhlutafall 0,3. Lóðin stækkar um 5m til austurs. Gerð nýrrar jarðvegsmanar. Hámarkshæð mænis er 8m frá götukóta en hámarkshæð tanka má vera hærri. Sjá nánari upplýsingar á tillögu að breytingu.