Fjölbrautaskóli Snæfellinga óskar eftir að ráða í ræstingar.

Mig vantar vaskan starfsmann/starfsmenn til að þrífa hluta af skólanum. Vinnan gæti hentað tveimur samhentum einstaklingum. Umsóknarfrestur er til 31. ágúst 2014.   Um er að ræða 50% stöðu. Vinnutími eftir samkomulagi. Laun greiðast eftir kjarasamningi SFR og fjármálaráðherra.   Umsóknir  berist Ólafi Tryggvasyni, Grundargötu 44, 350 Grundarfirði eða á netfangið olafur@fsn.is Umsóknir þurfa ekki að vera á sérstökum eyðublöðum. Öllum umsóknum verður svarað þegar ákvörðun um ráðningu hefur verið tekin.   Nánari upplýsingar gefur Ólafur Tryggvason húsvörður, sími: 891-8401, netfang: olafur@fsn.is eða skólameistari Jón Eggert Bragason sími: 8917384,netfang:joneggert@fsn.is   Skólameistari  

Ragnhildur Sigurðardóttir verður framkvæmdastjóri Svæðisgarðsins Snæfellsness

Framkvæmdastjórn   Svæðisgarðsins Snæfellsness hefur ákveðið að ráða Ragnhildi Sigurðardóttur, umhverfisfræðing, framkvæmdastjóra hins nýstofnaða Svæðisgarðs. Alls bárust 23 umsóknir um starfið.  

Frá Tónlistarskóla Grundarfjarðar

Kennsla hefst samkvæmt stundaskrám mánudaginn 1. september næstkomandi.   Skólastjóri.   Heimasíða Tónlistarskólans.  

Sundlaug Grundarfjarðar

Heitu pottarnir verða opnir í dag frá 16:00 til 19:00. Sundlaugin verður opin en hitin á henni er ekki nema 24 gráður. Á morgun verður opið samkvæmt haustdagskrá.   

Augnlæknir og háls,-nef og eyrnalæknir

Guðrún Guðmundsdóttir augnlæknir verður með móttöku á heilsugæslustöðinni, fimmtudaginn  4. september n.k. Tekið er á móti  tímapöntunum á   Heilsugæslustöð Grundarfjarðar í síma: 432-1350   Þórir Bergmundsson háls,- nef og eyrnalæknir verður með móttöku á Heilsugæslunni Grundarfirði föstudaginn 12. september  n.k. Tekið er á móti tímapöntunum á Heilsugæslustöð Grundarfjarðar, í síma 432 1350    

Grunnskólinn settur í sjötugasta sinn

Grunnskóli Grundarfjarðar var settur í dag 22. ágúst. Þetta er í sjötugasta skiptið sem skólinn er settur en starfsemin hófst árið 1944. Skólasetningin í ár var frábrugðin öðrum setningum að því leiti að nú taka við nýir skólastjórnendur; Gerður Ólína Steinþórsdóttir, skólastjóri og Ásdís Snót Guðmundsdóttir aðstoðarskólastjóri. Bæjarstjórinn, Þorsteinn Steinsson,bauð þær Gerði og Ásdísi velkomnar til starfa og færði þeim blóm.  

Haustopnun sundlaugar

Haustopnun sundlaugar verður sem hér segir: Mánudaga - fimmtudaga frá kl. 07:00 - 08:00 og kl. 16:00 - 19:00 Föstudaga frá kl. 07:00 - 08:00  Gildir frá 25. ágúst.

Hundur í óskilum

Þessi hundur fannst laus í bænum og er eigandi hans beðinn um að vitja hans í Áhaldahúsinu.   

Þorsteinn Steinsson tekur til starfa

  Frá vinstri: Elsa Björnsdóttir, bæjarfulltrúi; Rósa Guðmundsdóttir, varaforseti bæjarstjórnar; Þorsteinn Steinsson, bæjarstjóri; Sigurlaug Sævarsdóttir, skrifstofustjóri og Eyþór Garðarsson, forseti bæjarstjórnar.   Þorsteinn Steinsson hefur tekið til starfa sem bæjarstjóri Grundarfjarðarbæjar. Forseti bæjarstjórnar, Eyþór Garðarsson, færði Þorsteini blómvönd fyrir hönd bæjarstjórnarinnar. Þorsteinn tekur við af Birni Steinari Pálmasyni sem starfaði sem bæjarstjóri í fjögur ár. Síðastliðin sextán ár hefur Þorsteinn gegnt starfi sveitarstjóra Vopnafjarðarhrepps.   Við bjóðum Þorstein velkominn til starfa.      

Við minnum á ljósmyndasamkeppnina

Grundarfjarðarbær efnir á ný til ljósmyndasamkeppni árið 2014. Þetta er í fimmta sinn sem bærinn blæs til ljósmyndasamkeppni og hefur þótt takast vel til. Á þennan hátt hefur bærinn fengið nýjar myndir til birtingar og þátttakendur sínar myndir birtar.   Myndefni samkeppninnar í ár er Fólk að störfum. Myndirnar verða að vera teknar innan sveitarfélagsmarka. Samkeppnin stendur til 30. september 2014 og má hver þátttakandi senda inn að hámarki fimm myndir.   Verðlaun verða veitt fyrir þrjár bestu myndirnar. Fyrstu verðlaun eru 50.000 kr., önnur verðlaun 30.000 kr. og þriðju verðlaun 20.000 kr.