Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðar 2015

Grundarfjarðarbær efnir á ný til ljósmyndasamkeppni árið 2015. Þetta er í sjötta sinn sem bærinn blæs til ljósmyndasamkeppni og hefur þótt takast vel til. Á þennan hátt hefur bærinn fengið nýjar myndir til birtingar og þátttakendur sínar myndir birtar.   Myndefni samkeppninnar í ár er Gestir og gangandi. Myndirnar verða að vera teknar innan sveitarfélagsmarka. Samkeppnin stendur til 30. september 2015 og má hver þátttakandi senda inn að hámarki fimm myndir.  

Tendrað í brennunni laugardaginn 10. janúar

  Á morgun, laugardaginn 10. janúar, verður tendrað í seinkaðri þrettándabrennu kl. 18:00 í Hrafnkellsstaðabotni í Kolgrafafirði. Björgunarsveitin okkar verður með flugeldasýningu og nokkuð víst að álfar og aðrar kynjaverur verði á staðnum. Sjáumst öll hress og kát.    

Hlutastarf í íþróttahúsi

Baðvörður hefur umsjón með baðvörslu í karlaklefa íþróttahúss ásamt þrifum.   Vinnutími er frá kl. 16:00 mánudaga til fimmtudaga, frá 2½ til 4 ½ klst. á dag. Jafnframt felst starfið í vinnu annan hvern sunnudag.   Nánari upplýsingar veitir Aðalsteinn Jósepsson, forstöðumaður íþróttamannvirkja í síma 430 8564 eða á netfangi steini@grundarfjordur.is   Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og Starfsmannafélags Dala- og Snæfellsness (SDS).   Umsóknarfrestur er til 16. janúar 2015. Ráðið er í starfið fljótlega. Umsóknareyðublöð er að finna á vefsíðu Grundarfjarðarbæjar, www.grundarfjordur.is   Sækja um starf í íþróttahúsi

Íbúar Grundarfjarðar orðnir 900 talsins

Gleðilegt er til þess að vita að Grundfirðingum hefur fjölgað um liðlega 3% frá upphafi ársins 2014. Alls voru Grundfirðingar 872 þann 1. desember 2013, en í upphafi ársins 2015 eru þeir orðnir 900.  

Tilkynning frá björgunarsveitinni Klakk

Um leið og við óskum öllum vinum nær og fjær gleðilegs nýs árs auglýsum við opnun á flugeldasölunni hjá okkur. Hún verður opin frá kl. 14:00 - 17:30 í dag, þettándann, í húsi Klakks að vanda.   Bestu kveðjur, félagar í björgunarsveitinni Klakk Grundarfriði    

Jólatré hirt í Grundarfirði

Eins og undanfarin ár mun starfsmaður áhaldahúss Grundarfjarðarbæjar aðstoða bæjarbúa við að fjarlægja jólatré sín. Íbúar skulu koma trjánum fyrir við lóðamörk sín og tryggja að ekki stafi fokhætta af þeim. Starfsmaður mun hirða trén eftir hádegið fimmtudaginn 8. janúar.  

Þrettándabrennu frestað vegna veðurs

Vegna slæmrar veðurspár er þrettándabrennunni sem vera átti þriðjudaginn 6. janúar frestað. Nýr brennutími verður auglýstur síðar.    

Þrettándabrenna

Hrafnkellsstaðabotni í Kolgrafafirði Grundarfjarðarbær býður til þrettándabrennu þriðjudaginn 6. janúar kl. 18.00 í Hrafnkellsstaðabotni í Kolgrafafirði. Vitað er til þess að álfakóngur og drottning hans verði á sveimi og eru allir hvattir til að leggja þeim lið með því að mæta í búningum. Foreldrafélag grunnskólans býður upp á heitt súkkulaði. Björgunarsveitin Klakkur verður með flugeldasýningu. Foreldrar eru hvattir til að mæta með börn sín og kveðja jólin.  

Ályktun bæjarráðs vegna rofs á ljósleiðaratengingu við Snæfellsnes

Upp úr hádegi hinn 29. des sl. rofnaði allt ljósleiðarasamband við Snæfellsnes. Af þessum sökum urðu verulegar truflanir á símasambandi, útsendingum útvarps, sjónvarps og ekki síst var ómögulegt að ná nokkru netsambandi í tölvum. Netsamband komst ekki aftur á fyrr en langt var liðið á morgun þann 30. des. 2014.   Rof af þessum toga veldur gríðarlegum óþægindum fyrir einstaklinga og ekki síður fyrirtæki, sem eru meira og minna háð góðu netsambandi í starfsemi sinni.   Ekki verður hjá því komist við atvik eins og þetta að minna á mikilvægi þess að leitað verði leiða til þess að lágmarka möguleika á því að óhöpp af þessum toga geti átt sér stað.     Í því sambandi er mikilvægt að unnið verði að því að tenging Snæfellsness með ljósleiðara verði gerð öruggari, m.a. með tengingu frá norðanverðu nesinu yfir í Dali og þannig komið á hringtengingu ljósleiðaratengingar.  

Opnunartími bæjarskrifstofu yfir hátíðarnar

24. desember – lokað 29. desember – opið kl. 10-14 30. desember – opið kl. 10-14 31. desember – lokað 2. janúar – lokað