Á góðri stund 2015

Tilkynning frá Hátíðarfélaginu   Á fundi Hátíðarfélagsins sem haldinn var í gær, sunnudaginn 29. mars, var ákveðið hátíðin færi fram síðustu helgina í júlí venju samkvæmt.   Stjórnin auglýsir hér með eftir framkvæmdarstjóra hátíðarinnar.   Áhugasamir eru beðnir um að senda línu á netfangið agodristund@bref.is  

Námskeið á vegum Landsbjargar

Landsbjörg býður starfsmönnum í framlínu upplýsingaveitu og afgreiðslu ferðamanna á frítt námskeið fimmtudaginn 9. apríl kl. 13:00. Námskeiðið fer fram í Sögumiðstöðinni. Nánari upplýsingar er að finna hér.   

Myrkvum Snæfellsnes saman

Sveitarfélögin á Snæfellsnesi taka þátt í jarðarstund í samstarfi við RARIK. Þá á að slökkva götuljós í stofnunum á þeirra vegum laugardaginn 28. mars frá kl. 20:30 - 21:30. Í tilefni jarðarstundarinnar bjóða ýmis fyrirtæki upp á sérstaka viðburði. Nánari upplýsingar er að finna hér.    

Bókaverðlaun barnanna

Kosningu lýkur 27. mars í Bókaverðlaun barnanna 2015. Prentið út kjörseðil og farið með á bókasafnið eða skólabókasafnið.Veppspjald (PDF, 1,96 MB) er í grunnskólanum, leikskólanum og í Sögumiðstöð. 

Fréttatilkynning

  Háskólar landsins standa að kynningu á háskólanámi í Fjölbrautarskóla Snæfellinga, Grundarfirði, fimmtudaginn 19. mars milli klukkan 13 og 14:30. „Fulltrúar háskólanna verða á staðnum á þessum tíma, svara öllum mögulegum og ómögulegum spurningum, útskýra nýjungar í náminu og gefa gott lesefni,” segir Anna Dröfn Ágústsdóttir, verkefnastjóri Háskóladagsins.   „Við hvetjum alla, ekki bara framhaldsskólanema, til þess að mæta og kynna sér það háskólanám sem er í boði á Íslandi í dag,” segir Anna Dröfn „Það er alltaf verið að kynna nýjar námsleiðir og margt spennandi í boði í ár eins og alltaf. Meðal nýjunga er byltingafræði, upplýsingastjórnun og vestnorræn fræði. Háskólar landsins bjóða samtals upp á yfir 500 námsleiðir. Það eru því margir möguleikar í boði sem eru vel þess virði að kynna sér.“    Háskóladagurinn er haldinn í ellefta skipti í ár. Heimasíða Háskóladagsins er www.haskoladagurinn.is   Hér er facebooksíða Háskóladagsins https://www.facebook.com/pages/Háskóladagurinn/232071306869668?ref=bookmarks      

Eldri borgarar athugið

Jóga eldri borgara sem átti að vera á þriðjudaginn 17. mars hefur verið fært til fimmtudagsins 19. mars og verður í samkomuhúsinu klukkan 10:30.      

Veðurofsi

Veðurspáin er mjög slæm fyrir morgundaginn, laugardaginn 14. mars. Bæjarbúar eru beðnir að huga sérlega að niðurföllum og ganga vel frá lauslegum hlutum.  

Kynningarfundur

  Samkvæmt 2.mgr. 30 gr. og 3.mgr. 40.gr. skipulagslaga nr.123/2010 er hér auglýstur kynningarfundur á eftirfarandi aðalskipulagsbreytingu og deiliskipulags tillögu. Aðveitustöð – aðalskipulagsbreyting Aðveitustöð – deiliskipulags tillaga   Meginmarkmið aðalskipulagsbreytingarinnar og deiliskipulags tillögunninnar er að bæta afhendingaröryggi raforku á svæðinu með færslu tengivirkis í aðveitustöð og lagningu jarðstrengja, auk þess að færa tengivirki fjær íbúðarbyggð. Markmiðið er einnig að breytingin valdi sem minnstri röskun á umhverfinu til lengri og skemmri tíma. Kynningarfundurinn verður í Ráðhúsi Grundarfjarðar, Borgarbraut 16, föstudaginn 13. mars 2015 milli klukkan 16:00 og 16:30. Skipulags- og byggingarfulltrúinn í Grundarfirði.  

Sóknaráætlun Vesturlands 2015-2019

Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi standa fyrir kynningarfundi um Sóknaráætlun Vesturlands í Fjölbrautaskóla Snæfellinga í Grundarfirði miðvikudaginn 18 mars kl.16.30    

Bæjarstjórnarfundur

183. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í Ráðhúsi Grundarfjarðar fimmtudaginn 12. mars 2015, kl. 16:30.