Myndakvöld í Sögumiðstöðinni

      Myndakvöld í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði  mánudaginn 11. apríl klukkan 20:00 Eyþór Björnsson heldur áfram að segja frá ferðum sínum um Miðausturlönd. Enginn aðgangseyrir.  Kaffi Emil verður opið.  

Auglýsing um kjörfund vegna þjóðaratkvæðagreiðslu þann 9. apríl 2011

Kjörfundur í Grundarfirði vegna þjóðaratkvæðagreiðslu, laugardaginn 9. apríl 2011 verður í Samkomuhúsi Grundarfjarðar.   Kjörfundur stendur yfir frá kl. 10.00 til kl. 22.00.   Kjósendur þurfa að hafa með sér skilríki og framvísa þeim ef um er beðið.   Kjörstjórn Grundarfjarðar  

Umsjónamaður vinnuskólans

Laust er til umsóknar starf umsjónarmanns vinnuskólans í sumar fyrir einstakling sem er 20 ára eða eldri, er fær um að stýra vinnuskóla, hafa reynslu, skipulagshæfni og áhuga á að vinna með og fræða unglinga. Reykir ekki, sjálstæður og góð fyrirmynd. Starfstími er júní og júlí og stöðuhlutfall er 50%. Umsóknarfrestur er til 11. apríl n.k. Grundarfjarðarbær  

Grænn apríl

Grænn apríl er verkefni sem hópur áhugafólks um umhverfismál hrinti í framkvæmd. Markmiðið er að fá ríkisstjórnina, sveitarfélög, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklinga til að kynna vöru, þekkingu og þjónustu sem er græn og umhverfisvæn og styður við sjálfbæra framtíð á Íslandi.   Grundarfjörður er þátttakandi  í grænum apríl og á vefsíðu verkefnisins má finna viðtal við forseta bæjarstjórnar.    

Orkusparnaðarátak 2011

Miðvikudaginn 6. apríl, kl. 20 verður kynningarfundur í Samkomuhúsinu á vegum Orkustofnunar og Orkuseturs.   Íbúar á rafhituðum svæðum þurfa að greiða talsvert hærri húshitunarreikning en aðrir landsmenn þrátt fyrir að rafhitun sé að hluta til niðurgreidd af ríkinu. Markmiðið með fundinum er fyrst og fremst að kynna fyrir notendum leiðir til að lækka orkureikninginn.    Grundfirðingar eru hvattir til að mæta á fundinn og kynna sér leiðir til að lækka orkureikninginn.  

Hver stýrir hátíð?

Við minnum á að þann 7. apríl nk. rennur út frestur til að sækja um starf framkvæmdastjóra hátíðarinnar Á góðri stund í Grundarfirði. Áhugasamir eru hvattir til að sækja um fyrir þann tíma. Hafið samband við ritara á póstfangið einarg59@gmail.com.   Nefndin

Kennsla í tónlistarskólanum fellur niður í dag

Kennsla í tónlistarskólanum fellur niður í dag 5. apríl vegna bilunar í kyndibúnaði í húsinu. Unnið er að lagfæringu.

Páskabingó UMFG

Hið árlega Páskaeggja BINGO UMFG verður haldið fimmtudaginn 7. apríl í Fjölbrautaskóla Snæfellinga og hefst fyrsta umferð kl 18.00 stundvíslega. BINGO spjaldið kostar 500 kr. Stjórn UMFG  

Blak og frjálsar falla niður í dag

Æfingartímar í blaki og frjálsum sem áttu að vera í dag 5. apríl falla niður vegna bilunar í kyndibúnaði í íþróttahúsi.

Akvæðagreiðsla utan kjörfundar

Samkvæmt auglýsingu Sýslumanns Snæfellinga sem birtist í Jökli 17. mars sl. fer atkvæðagreiðsla utan kjörfundar, vegna þjóðaratkvæðagreiðslu um gildi laga nr. 13/2011 sem fram fer 9. apríl 2011, fram á skrifstofu sýslumanns Hrannarstíg 2, virka daga kl. 13:00-14:00.   Hægt er að kjósa á öðrum tíma samkvæmt nánara samkomulagi við kjörstjóra.