Innritun í Fjölbrautaskóla Snæfellinga

Haustönn 2010 Innritun í framhaldsskóla fyrir haustönn 2010 er rafræn, það er sótt er um skólavist á netinu. Umsækjendur þurfa að sækja um veflykil sem opnar þeim persónulegan aðgang að innrituninni. Sótt er um veflykil á menntagatt.is/innritun og kemur hann til baka í tölvupósti. Á sama stað er rafrænt umsóknareyðublað með leiðbeiningum og ýmsar upplýsingar um nám í framhaldsskólum. Forinnritun verður 12.-16. apríl fyrir nemendur úr 10. bekk grunnskóla (fæddir 1994 eða síðar). Endurskoðun á vali skóla 7.-11. júní 2010. Innritun eldri nemenda (fæddir 1993 eða fyrr) hefst 20. apríl og lýkur 11. júní. Frekari upplýsingar má finna á heimasíðu skólans: http://www.fsn.is/kennsluhaettir/innritun/  

Fjöldahjálparnámskeið á Grundarfirði 19. og 20. apríl 2010

Fjöldahjálparstjóranámskeið verður haldið á Grundarfirði 19. og 20. apríl nk. Námskeiðið verður haldið í Grunnskólanum á Grundarfirði, Borgarbraut 19. Námskeiðið er ætlað þeim sjálfboðaliðum sem hafa áhuga á að starfa innan neyðarvarnakerfis Rauða krossins. Sjá dagskrá hér.

Blúndubrók og brilljantín frumsýnt í kvöld

Skessuhorn 14. apríl 2010: Mikið húllumhæ verður í Samkomuhúsi Grundarfjarðar þessa vikuna. Í kvöld, miðvikudagskvöld, verður frumsýndur gamanleikurinn Blúndubrók og brilljantín og verða sýningar á leiknum daglega út vikuna. Fjöldi leikara, söngfólks og tónlistarfólks stígur á svið, sem er auk gamansögu þeirra Inga Hans Jónssonar og Sonju Karenar Magnúsdóttur uppfullur af frábærri rokk- og dægurtónlist, allt frá Elvis til Jacksons.  Blúndubrók og brilljantín, með undirtitilinn „Those were the days“ er samstarfsverkefni Tónlistarskólans í Grundarfirði, Grunnskóla Grundarfjarðar og Fjölbrautaskóla Snæfellinga og taka 55 nemendur af öllu Snæfellsnesi þátt í sýningunni.

Viltu tilnefna einhvern til þess að fá viðurkenninguna "Helgrindur" ?

Fræðslu- og menningarmálanefnd Grundarfjarðar veitir árlega viðurkenningu sem ber heitið "Helgrindur" til einstaklings eða aðila sem þótt hefur skara fram úr í ástundun og/eða störfum að menningarmálum í Grundarfirði.  Viðurkenningin er kynnt og veitt á bæjarhátíðinni.   Nú auglýsir nefndin eftir tilnefningum á einstaklingum og aðilum til þess að fá þessa viðurkenningu í ár.   Tilnefna má einn eða fleri aðila eftir óskum hvers og eins.   Tilnefningum skal skila til bæjarskrifstofu Grundarfjarðar, Grundargötu 30, 350 Grundarfjörður, með bréfum, eða með  tölvupósti á grundarfjordur@grundarfjordur.is í síðasta lagi 7. maí n.k.    

Námskeið: Líknandi meðferð

Markmið: Að þátttakendur þekki hugmyndafræði líknarmeðferðar og fyrir hvað sú meðferð stendur, skoði hvernig líknarmeðferð er veitt á mismunandi stöðum í heilbrigðiskerfinu, þekki helstu þarfir sjúklinga og aðstandenda, þekki algeng einkenni og meðferð einkenna hjá sjúklingum í líknarmeðferð, skoði eigin samskiptamáta og eigin líðan í starfi.  

Sumarvinna

Þeir sem hyggjast sækja um starf hjá Áhaldahúsi Grundarfjarðar, Sundlaug Grundarfjarðar eða við íþróttamannvirki í sumar er bent á að gera það fyrir 21. apríl n.k. en þá rennur umsóknarfrestur út. Grundarfjarðarbær  

Blúndubrók og brilljantín

  Nú styttist í  að  sýningar hefjist á söngleiknum Blúndubrók og brilljantín, „Those were the days“ sem er samstarfsverkefni Tónlistarskólans í Grundarfirði ,  Grunnskólans í Grundarfirði og Fjölbrautaskóla Snæfellinga þar sem 55 nemendur af öllu Snæfellsnesi taka þátt í sýningunni.  

Pub Quiz

Í kvöld fer fram fimmtánda keppnin í kráarvisku. Það er Meistaraflokkur karla sem stendur fyrir þessu og rennur allur ágóði af keppninni óskertur til þeirra.  Þemað í kvöld er almenn þekking og því geta allir tekið þátt.     Keppnin hefst kl 21:00 og fer fram á Kaffi 59 að venju. Það kostar aðeins 500 kr á mann og má búast við spennandi kvöldi í kvöld.   Við hvetjum alla til að mæta, skemmta sér og styrkja strákana okkar í leiðinni.   Meistaraflokksráð.

Vatnsverksmiðja

  Byrjað var að reisa vatnsverksmiðjuna við Rifshöfn í blíðskaparveðri í gær. Gústi smiður úr Grundarfirði aðstoðar með fyrirtækinu Þorgeir ehf. að reisa þessa verksmiðju. Hér má sjá fleiri myndir eða í myndabanka.

Úthlutanir Menningarráðs vesturlands 2010

Föstudaginn 26. mars. sl. fór fram úthlutun styrkja Menningarráðs Vesturlands fyrir árið 2010 við athöfn í Átthagastofu Snæfellsbæjar. Verkefnin í ár sem hljóta styrki eru 81 að tölu og úthlutað var 30,3 milljónum króna. Þetta er í fimmta skipti sem ráðið úthlutar styrkjum. Framlög til menningarrráðs frá ríkinu nemur 25 milljónum króna á þessu ári og munu sveitarfélög á Vesturlandi einnig leggja til rekstrarframlög á móti úthlutuðum styrkjum.