Skessuhorn 2. mars 2010:
Dagný og Sesselja voru sæmdar starfsmerki UMFÍ.Um liðna helgi var héraðsþing HSH haldið í Stykkishólmi. Þingið var vel sótt og starfssamt. Gestir þess voru Helga Guðrún Guðjónsdóttir formaður UMFÍ, Sæmundur Runólfsson framkvæmdarstjóri UMFÍ og Sigríður Jónsdóttir framkvæmdarstjórn ÍSÍ. Dagný Þórisdóttir og Sesselja Pálsdóttir í Snæfelli voru sæmdar starfsmerki UMFÍ og Þorbergur Bæringsson Snæfelli var sæmdur Gullmerki ÍSÍ. Þingforsetar voru Dagný Þórisdóttir og Hjörleifur K. Hjörleifsson og stýrðu þau þinginu af mikilli röggsemi. Meðal annars voru samþykktar úthlutunarreglur fyrir stjórn vegna styrkja, fækkun þingfulltrúa og sektir vegna seinkunar á skilum í Felix.