Alþjóðleg kvikmyndahátíð vel heppnuð

Um síðustu helgi fór fram í annað sinn kvikmynda- og menningarhátíðin Northern Wave í Grundarfirði. Um 200 manns sóttu hátíðina heim, bæði erlendis frá sem og heimafólk og var öll gistiaðstaða í Grundarfirði fullbókuð um helgina. Dögg Mósesdóttir, skipuleggjandi hátíðarinnar, var mjög ánægð með útkomuna.

Nýtt á bókasafninu

Aðsókn að bókasafninu hefur verið ágæt fyrstu tvo mánuði ársins. Fleiri og fleiri njóta þess að stoppa lengi og kíkja í bækur og blöð. Sjáið nýja uppröðun og hreinsun á vef bókasafnsins: Ársskýrsla 2008 er undir Þjónusta og aðstaða. Bókaverðlaun barnanna. Barnasíður á Vefbókasafninu. Vasadiskó, kynningar, pólskar bækur í millisafnaláni. - Verið velkomin. 

Úthlutun menningarráðs Vesturlands

Úthlutun menningarráðs Vesturlands fór fram í Leifsbúð í Búðardal föstudaginn 27. febrúar. Alls voru það 24 milljónir króna sem úthlutað var í ár og voru það 83 verkefni sem fengu styrk að þessu sinni. Styrkina afhenti Guðbjartur Hannesson forseti Alþingis. Grundarfjarðarbær hlaut 300.000 kr. styrk fyrir verkefnið Merking sögustaða á Snæfellsnesi, Eyrbyggja sögumiðstöð hlaut 400.000 kr. styrk fyrir verkefnið Sögueyjan, sagnanámskeið og Dögg Mósesdóttir hlaut 700.000 kr. styrk fyrir verkefnið The Northern Wave film festival.   Hér má sjá styrkina sem veittir voru.

Árnamessa

Lýðheilsustöð heldur málþing, helgað Árna Helgasyni, um stöðu áfengismála á Íslandi í Stykkishólmi þann 14. mars nk. Hægt er að lesa meira og skrá þátttöku á vefsíðu lýðheilsustöðvar: http://www.lydheilsustod.is/atburdir/arnamessa/nr/2706 Hér má sjá dagsskrá málþingsins.   Ennfremur verður haldið veglegt skákmót fyrir grunnskólanemendur alls staðar af landinu í tilefni málþingsins. Nánari upplýsingar  

Northern Wave hefst á morgun

  Alþjóðlega kvikmyndahátíðin Northern Wave hefst í samkomuhúsi Grundarfjarðar á morgun. Undanfarna daga hefur skipuleggjandinn, Dögg Mósesdóttir haft í mörgu að snúast við að undirbúa og kynna hátíðina. Í Morgunblaðinu í gær var umfjöllun um hátíðina og skemmtilegt viðtal við Hilmar Oddsson. Þar segir hann að staðsetningin gefi hátíðinni ævintýralegan blæ en hátíðin sjálf uppfylli stórborgarstaðla að gæðum. Dögg var í viðtali í gæmorgun (miðvikudag) á rás 2 kl. 07.15 en í fyrradag í löngu og ítarlegu viðtali á rás 1 eftir 9 fréttir. Þeir sem vilja forvitnast um hátíðina og Dögg sjálfa er bent á að hlusta má á viðtölin á www.ruv.is     Samkomuhúsið opnar kl. 17 á morgun, föstudag en sýningar hefjast kl. 18.    

Miðstöðin komin í gang

Í gær var opnuð miðstöð fyrir Grundfirðinga í atvinnuleit í verkalýðshúsinu. Mæting var góð og mikill hugur í fólki. Héðan í frá verður opið hús á virkum dögum frá 9-11 og verður Kaffi á könnunni og aðgangur að internetinu í boði. Fljótlega verður kynnt dagskrá um væntanleg námskeið og fyrirlestra.  

Íbúafundur tókst vel

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar stóð fyrir opnum íbúafundi í samkomuhúsinu í gærkvöldi. Farið var yfir fjárhagsáætlun 2009 og aðgerðaáætlun tengda henni. Einnig var farið yfir ýmis önnur mál og fyrirspurnum svarað. Rúmlega 40 manns mættu á fundinn. 

Miðstöð nýrra tækifæra í atvinnu og námi opnuð í dag

Til að bregðast við þeim miklu breytingum í efnahagsmálum sem nú blasa við hefur verið ákveðið að opna miðstöð í Grundarfirði fyrir þá sem leita nýrra tækifæra í námi eða vinnu. Verkefnið er unnið í samvinnu Verkalýðsfélags Snæfellinga, Grundarfjarðarbæjar og Atvinnuráðgjafar Vesturlands. Húsnæði miðstöðvarinnar verður á Borgarbraut 2, neðri hæð, en þar er einnig aðstaða verkalýðsfélagsins. Miðstöðin verður opnuð klukkan 14:00.

Pjakkur heimsækir Gufuskála

Þann 14. – 15. febrúar  fóru 21 af meðlimum Pjakks unglingadeildar björgunarsveitarinnar í helgarferð. Ferðin var umbun fyrir góða mætingu og þátttöku í starfi deildarinnar, þau söfnuðu  sjálf fyrir ferðinni með pappírssölu. Farið var á Gufuskála, vestan við Hellissand en þar Slysavarnarfélagið Landsbjörg með aðsetur fyrir þjálfunarbúðir.   Fleiri myndir má finna hér.

Opinn íbúafundur um bæjarmálefnin

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar boðar til opins íbúafundar um málefni bæjarins í upphafi nýs árs.  Fundurinn verður í Samkomuhúsi Grundarfjarðar mánudaginn 23. febrúar n.k. og hefst kl. 20.00.   Á dagskrá verður kynning á fjárhags- og aðgerðaáætlun bæjarstjórnarinnar á árinu 2009 í ljósi þeirra þrenginga sem yfir ganga í efnahagsmálun Íslands.   Bæjarstjóri verður með framsögu um framangreind málefni og ræðir einnig önnur atriði í rekstri bæjarins.   Farið verður yfir stöðu unglingalandsmóts og frestun þess í Grundarfirði til ársins 2010.  Bæjarstjóri kynnir helstu aðgerðir við uppbyggingu íþróttamannvirkja og útivistaraðstöðu sem unnið hefur verið að frá árinu 2008.   Að framsögu lokinni verður opnað fyrir umræður og fyrirspurnir.     Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar