6. febrúar er dagur leikskólans, en þann dag árið 1950 stofnuðu frumkvöðlar leikskólakennara fyrstu samtök sín. Hér í Leikskólanum Sólvöllum er mikið um að vera í febrúar mánuði fyrir utan venjulegt starf, elstu nemendurnir fara í heimsókir í Bókasafnið einu sinni í viku, nemendur úr Framsveitinni fara í heimsókn í Fellaskjól, það er fjólublárdagur, vasaljósadagur (myrkurdagur), mömmu- og ömmudagur í tilefni konudagsins, þá eru viðburðir tengdir Bollu-, Sprengi- og Öskudegi, tannlæknirinn kemur í heimsókn í Framsveitina og Þorrablótið verður haldið miðvikudaginn 11. febrúar og hefst með skemmtiatriðum nemenda (f. 2003-2006) kl. 10:30 í Samkomuhúsinu og síðan verður Þorramatur í leikskólanum.