- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Úthlutun menningarráðs Vesturlands fór fram í Leifsbúð í Búðardal föstudaginn 27. febrúar. Alls voru það 24 milljónir króna sem úthlutað var í ár og voru það 83 verkefni sem fengu styrk að þessu sinni. Styrkina afhenti Guðbjartur Hannesson forseti Alþingis. Grundarfjarðarbær hlaut 300.000 kr. styrk fyrir verkefnið Merking sögustaða á Snæfellsnesi, Eyrbyggja sögumiðstöð hlaut 400.000 kr. styrk fyrir verkefnið Sögueyjan, sagnanámskeið og Dögg Mósesdóttir hlaut 700.000 kr. styrk fyrir verkefnið The Northern Wave film festival.
Hér má sjá styrkina sem veittir voru.