„TónVest” kallast árlegt samstarfsverkefni tónlistarskólanna á Vesturlandi. Verkefnið hefur orðið viðameira með hverju árinu og er í ár að hluta til styrkt af MenningarráðiVesturlands. Völdum nemendum úr hverjum skóla hefur verið safnað saman til að æfa „Íslenska þjóðlagasvítu” sem sérstaklega er útsett af Marteini Markvoll, trompetleikara og kennara við Tónlistarskólann í Stykkishólmi. Verkið er síðan flutt í heimabæ allra tónlistarskólanna sem að Tónvest koma, og telur tónleikaröðin alls sex tónleika.