Tillögur til styrkingar atvinnulífs og samfélaga á Snæfellsnesi

Snæfellsbær, Grundarfjarðarbær og Stykkishólmsbær í samstarfi við SSV þróun og ráðgjöf vinna nú að samantekt á hugmyndum sem eru til þess fallnar að styrkja atvinnulíf og samfélögin á Snæfellsnesi. Sveitarfélögin leita nú til íbúa um tillögur og ábendingar um hvað eina sem gæti fallið að þessum ramma. Tillögur óskast sendar til ssv@ssv.is fyrir 20. mars 2008. 

Fótboltaforeldrar!

Foreldrafundur í kvöld kl 19:30. Fundurinn verður í samkomuhúsinu. Farið verður yfir Faxaflóamótið, starfið í sumar, áheitahlaupið og fleira.   Fótboltasamstarfið á Snæfellsnesi.

Veisla á Vesturlandi

Miðvikudaginn 12. mars nk. verður haldinn stofnfundur Matvælaklasa Vesturlands. Fundurinn verður í Landnámssetrinu í Borgarnesi og hefst kl. 13.00.

Kvennablak

Kvennablak. Þar sem þrjú lið drógu sig úr keppni í 3 deild kvenna í blaki 7 – 8 mars þá breytist leiktími UMFG og verður þannig.  Föstudagskvöld kl 19:00 Stjarnan B og kl 21:00 Víkingur Ólafsvík.  Á laugardag er byrjað kl 10:00 og spilað við Álftanes, kl 12:00 Reynir Hellisandi og  kl 14:00 Hamar.  UMFG mun spila um 1 – 6 sæti í staðin fyrir 1-5 og fá fimm leiki í staðin fyrir 4.  Vonandi mæta sem flestir til að horfa á og hvetja.  

Sorphirða í dag.

Íbúar vinsamlegast mokið frá sorptunnum svo hægt sé að tæma þær.

Svar við síðustu spurningu vikunnar.

 Spurt var hvenær leikskólinn Sólvellir opnaði og svarið er árið 1979.

Íslandsmót kvenna í blaki.

Á haustdögum ákváðu blakkonur í UMFG að taka þátt í íslandsmótinu í blaki og vera þá í þriðju deild. Samtals eru 15 lið í þriðju deild kvenna sem gerir hana að þeirri stærstu af öllum deildunum á Íslandsmótinu. Þetta er í fyrsta skipti sem þessi deild hefur verið í blaki þar sem keppt er til Íslandsmeistaratitils en þátttakan var, og er, vonum framar.  Búið er að halda tvö mót af þremur og er spilamennskan búin að ganga það vel hjá okkar konum á þessum mótum að UMFG kemur til með að spila um 1 – 5 sæti og á mjög góða möguleika á að vinna deildina og koma heim með meistaratitil.  Síðasta mótið verður haldið í Ólafsvík 7 -8 mars. UMFG byrjar að spila á föstudagskv 7 mars kl: 20 við Reynir Hellisandi. Á laugardag  kl 09:00 lið úr norðurriðli. Kl 11:00 Víkingur Ólafsvík og síðasti leikurinn er kl 14:00 við Álftanes. Blakkonurnar vonast til að sjá sem flesta út í Ólafsvík til að styðja við bakið á sér og horfa á skemmtilegt blak Hér má sjá auglýsingu   KH.

Tónvest 2008

„TónVest” kallast árlegt samstarfsverkefni tónlistarskólanna á Vesturlandi. Verkefnið hefur orðið viðameira með hverju árinu og er í ár að hluta til styrkt af MenningarráðiVesturlands. Völdum nemendum úr hverjum skóla hefur verið safnað saman til að æfa „Íslenska þjóðlagasvítu” sem sérstaklega er útsett af Marteini Markvoll, trompetleikara og kennara við Tónlistarskólann í Stykkishólmi. Verkið er síðan flutt í heimabæ allra tónlistarskólanna sem að Tónvest koma, og telur tónleikaröðin alls sex tónleika. 

Eldri borgarar

Við minnum á söngæfingu í dag kl.17.15. Einnig minnum við á að spilað verður í samkomuhúsinu kl.16.00 fimmtudaginn 6.mars. 

Menningarráð Vesturlands

Menningarráð Vesturlands hefur úthlutað styrkjum fyrir árið 2008. 133 styrkbeiðnir bárust Menningarráði um alls 105 milljónir. Úthlutað var 25.650 milljónum til 63 verkefna.