- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Menningarráð Vesturlands hefur úthlutað styrkjum fyrir árið 2008. 133 styrkbeiðnir bárust Menningarráði um alls 105 milljónir. Úthlutað var 25.650 milljónum til 63 verkefna.
Úthlutun stærstu styrkja fór fram í Vatnasafninu í Stykkishólmi, föstudaginn 29. febrúar við hátíðlega athöfn í boði Stykkishólmsbæjar.
Þrír aðilar frá Grundarfirði fengu styrk að þessu sinni. Þeir eru: Dögg Mósesdóttir, fyrir Kvikmyndahátíð í Grundarfirði kr. 400.000 og fyrir heimildamynd í fullri lengd kr. 300.000, Sagnamiðstöð Íslands kr. 1.000.000 og Ragnheiður Pálsdóttir fyrir ljósmyndasýningu utandyra í Grundarfirði kr. 200.000.
Hér má sjá þá styrki sem voru úthlutaðir.