Laugardaginn 19 apríl verður farið í gönguferð til að vekja athygli á þeirri vá sem sykursýki er. Farið verður frá Samkaupum kl. 14.00 og gengið í c.a. klukkutíma. Á sama tíma verða Samkaup og apótekið með kynningu á nýjum vörum fyrir sykursjúka. Að gönguferð lokinni verður farið á heilsugæsluna þar sem boðið verður upp á heilsusamlega hressingu í boði Samkaupa, einnig mun Gunda, læknirinn okkar, mæla blóðsykurinn hjá þeim sem það vilja. Fjölmennum og njótum hollrar og skemmilegrar stundar saman.
Stjón Lions