Framkvæmdanefnd Grundarfjarðarbæjar vegna undirbúnings að unglingalandsmótinu, sem haldið verður 2009, hefur verið önnun kafin. Haldnir hafa verið sjö fundir síðan nefndin var skipuð i vetur. Ráðinn hefur verið byggingafræðingur, Jón Pétur Pétursson, til þess að undirbúa og vinna að verkefnum sem framkvæmdanefndin mun standa fyrir. Verið er að mæla upp svæði sem ætluð eru fyrir knattspyrnuvelli og fengin hefur verið sérfræðiráðgjöf vegna lagningu gerviefna á hlaupa- og atrennubrautir á frjálsíþróttavellinum. Jón Pétur hefur leitt þessa vinnu og samhliða unnið að hönnun vallanna, aðkomuleiða og fleira. Mikil vinna er framundan hjá framkvæmdanefndinni við hinar ýmsu framkvæmdir sem fara þarf í á þessu ári.