Þau ánægjulegur tíðindi hafa borist að skólastjórar og kennarar í Leikskólanum Sólvöllum hafi verið tilnefnd til "Foreldraverðlauna" Heimilis og Skóla. Tilnefningin er vega verkefnisins um ferlimöppur til þess að efla samstarf og upplýsingaflæði á milli heimila og leikskólans. Ástæða er til þess að óska skólastjórunum og kennurunum í leikskólanum innilega til hamingju með þessa tilnefningu. Afar ánægjulegt er að sjá að gott starf í leikskólanum vekur athygli.
Hér er slóð á síðu Heimilis og Skóla þar sem allar tilnefningarnar eru birtar en þær eru alls 35. Verðlaunin verða svo veitt þ. 15. maí n.k.
http://www.heimiliogskoli.is/?pid=8533&news2stage=2&news_id=113729