Grundarfjarðarbær óskar eftir að ráða starfsfólk í sundlaug Grundarfjarðar í sumar. Starfsfólk sundlaugar annast þrif, móttöku og afgreiðslu gesta og öryggisgæslu. Unnið er á vöktum og eru launakjör skv. kjarasamningi Launanefndar Sambands íslenskra sveitarfélaga. Nánari upplýsingar og eyðublöð má nálgast á skrifstofu Grundarfjarðarbæjar, s. 430 8500 eða á heimasíðunni www.grundarfjordur.is.