- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Það er óhætt að segja að það sé mikil uppbygging í Grundarfirði þessa dagana en nú eru um 22 nýjar íbúðir í byggingu eða á teikniborðinu í bænum.
Það eru þrjú verktakafyrirtæki sem vinna að byggingu húsanna, en það eru Landsmenn byggingarverktakar ehf., Stafna á milli ehf. og Nesbyggð ehf. Í myndabankanum má sjá myndir frá framkvæmdum. Hægt er að smella hér til að komast beint að myndunum.
Landsmenn ehf. eru með fjögur parhús í vinnslu. Byrjað er að slá upp fyrir fyrsta parhúsinu og grunnur er kominn fyrir annað hús.
Fyrirtækið Stafna á milli ehf. eru komnir langt með að ljúka við fjögurra íbúða raðhúsalengju við Ölkelduveg. Nesbyggð ehf. er að vinna við grunn fyrir 10 íbúðar fjölbýlishúsi einnig við Ölkelduveg