Sundnámskeið 5 og 6 ára barna

Dagana 19.- 22. og 25.- 28. júní verður sundnámskeið í sundlauginni frá 8 - 8.40 og er fólk beðið að sýna því tillitsemi en laugin verður þó opin á meðan.

17. júní 2007

  Byrjað var á skrúðgöngu frá Kaffi 59 undir stjórn vaskrar trommusveitar sem Tónlistarskóli Grundarfjarðar hefur æft.  Setti sveitin mjög skemmtilegan blæ á skrúðgönguna.  Veðrið lék við þjóðhátíðargesti sem undu sér vel í Þríhyrningnum við ávarp fjallkonu, hátíðarræðu, stórkostlegan söng ungu kynslóðarinnar og önnur skemmtiatriði.  Björgunarsveitin bauð upp á kassaklifur sem unga kynslóðin fjölmennti í og kvenfélagið var með kökubasar.

Fjallganga á Eyrarfjall

Það voru 66 manns og tveir hundar sem tóku þátt í fjölskyldugöngu HSH og Siggu Dísar á Eyrarfjall í ágætis veðri þann 14. júní sl.  Elsti göngumaðurinn var 70 ára og sá yngsti 4ra ára.  Sigga Dís hefur haft þann sið undanfarin 6 ár að ganga á Eyrarfjall á afmælisdaginn sinn ásamt þeim sem hafa viljað slást í hópinn, en þetta er mesti fjöldi sem ennþá hefur farið með henni.  Þar sem elsti göngugarpurinn var 70 ára, setti hún sér það markmið að fara á fjallið næstu 30 árin.  Póstkassinn með gestabókinni er staðsettur við Strákaskarðið þar sem hlaupið er niður og er göngufólk sem leggur leið sína á Eyrarfjall hvatt til þess að kvitta fyrir komuna. Hér má sjá fleiri myndir úr göngunni á fjallið.  

17. júní

Dagskrá:   Kl. 11:00 Hátíðarguðsþjónusta í Grundarfjarðarkirkju.             Organisti: Tómas Guðni Eggertsson             sr. Jón Ásgeir Sigurvinsson þjónar fyrir altari.   Kl. 12:30 Grundar- og Kvernárhlaup UMFG. Skráning við Kósý er frá 12:00 til 12:20.   Kl. 13:45 Andlitsmálning fyrir utan Kaffi 59.   Kl. 14:30 Skrúðganga frá Kaffi 59 með Trommusveit Snæfellsness í broddi fylkingar. Gengið verður upp í þríhyrning.   Kl. 15:00 Hátíðin sett             Ávarp fjallkonu             Sigríður Herdís Pálsdóttir flytur hátíðarræðu.             Ungir tónlistarmenn flytja nokkur lög.             Halldór Gylfason leikari skemmtir.             Kassaklifur í umsjón unglingadeildarinnar Pjakks.             Verðlaunaafhending fyrir Grundar- og Kvernárhlaup.   Kl 19:00 Diskótek í þríhyrningi fyrir yngstu kynslóðina.                         Kvenfélagið verður með kökubasar.             Ungmennafélagið verður með sölutjöld.  

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Grundarfirði

  Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins í Grundarfirði "Arielle" kom á ytri höfnina kl. 07.00 í dag 12. júní í afar fallegu veðri.  Ekki er unnt að taka betur á móti erlendu ferðafólki sem fýsir að sjá landið og kynnast því en  með þeirri óviðjafnanlegu fjallasýn sem við blasir í Grundarfirði.   Hér má sjá fleiri myndir  

Fyrsta skemmtiferðaskip sumarsins kemur 12. júní

Von er á fyrsta skemmtiferðaskipi sumarsins í Grundarfjarðarhöfn á morgun þriðjudaginn 12. júní.  Skipið er "Arielle" sem er að stærð 23.200 tonn og 194 metra langt.  Arielle flytur 943 farþega og er með 412 manna áhöfn.  Þetta er fyrsta skemmtiferðaskipið af 10 sem áætlað er að komi við í Grundarfirði sumarið 2007.

Bæjarstjórnarfundur á fimmtudaginn

82. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn í samkomuhúsinu fimmtudaginn 14. júní 2007, kl. 16.15 og er öllum opinn. Sjá dagskrá og fundarboð með því að smella hér.   

Vantar þig aðstoð í garðinum?

Dagana 2.-5. júlí nk. mun vinnuskólinn bjóða uppá aðstoð í görðum hjá einstaklingum. Boðið verður uppá hreinsun beða, málun grindverka, gróðursetningu, ruslatínslu og aðra almenna garðvinnu þó ekki með vélum.

DÍÓNÝSÍA

Listahátíðin Díónýsía, sem mun standa fyrir listviðburðum í litlum bæjum úti um allt land í sumar. Hátíðin er skipulögð af listaháskólanemum en hún er opin öllum. Listviðburðurinn Díónýsía verður dagana 9 til 19 júní, á eftirfarandi stöðum: Bolungarvík Borgarfjörður Eystri Djúpavík Hafnir Grundarfjörður Hofsós Siglufjörður Stöðvarfjörður   Hópurinn mun vera hér í Grundarfirði í vikunni og verður með listviðburði. Þátttakendur sem verða í Grundarfirði eru: Gunnar Guðjónsson, Myndlistamaður Friðrik Svanur Sigurðarson, hönnuður og myndlistarmaður Guðmundur Hallgrímsson, hönnuður og myndlistarmaður Erik Thomas Richard Hirt, myndlistarmaður, leikari Katrín Inga Jónsson, myndlistarkona, leikkona, rithöfundur

Af hitaveitumálum

Fulltrúar úr stjórn og starfsmenn Orkuveitu Reykjavíkur komu á fund bæjarstjórnar fyrir nokkrum dögum.  Tilgangur heimsóknarinnar var að fara yfir núverandi stöðu varðandi nýtingu borhola í Berserkseyri til kyndingar í Grundarfirði.  Í sem stystu máli kom það fram, að holan hefur fengið sýrumeðferð og eftir er að prufudæla hana til þess að finna út hvað hún mun hugsanlega gefa mikið magn af vinnsluhæfu vatni.  Við fyrri prufudælingar hefur ekki náðst nægilegt magn svo það dugi fyrir þarfir byggðarinnar í Grundarfirði en vonir eru bundnar við að sýrumeðferðin hjálpi upp á það.  Það olli vandræðum við borunina í vetur að lega og halli sprungunnar var ekki sá sem vænst hafði verið og því fór borinn í gegn um hana miklu ofar en stefnt var að.  Að auki kom í ljós að aðeins