- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Það voru 66 manns og tveir hundar sem tóku þátt í fjölskyldugöngu HSH og Siggu Dísar á Eyrarfjall í ágætis veðri þann 14. júní sl. Elsti göngumaðurinn var 70 ára og sá yngsti 4ra ára. Sigga Dís hefur haft þann sið undanfarin 6 ár að ganga á Eyrarfjall á afmælisdaginn sinn ásamt þeim sem hafa viljað slást í hópinn, en þetta er mesti fjöldi sem ennþá hefur farið með henni. Þar sem elsti göngugarpurinn var 70 ára, setti hún sér það markmið að fara á fjallið næstu 30 árin. Póstkassinn með gestabókinni er staðsettur við Strákaskarðið þar sem hlaupið er niður og er göngufólk sem leggur leið sína á Eyrarfjall hvatt til þess að kvitta fyrir komuna.