Opnuð hefur verið ný heimasíða www.island.is . Ísland.is er upplýsinga- og þjónustuveita fyrir almenning með heildstæðum upplýsingum um þjónustu ríkis og sveitarfélaga.
Þar verður hægt að finna hagnýtar upplýsingar um þá efnisflokka sem vefurinn nær til og fjölda tilvísana í efni og þjónustu sem finna má á vefjum ráðuneyta, stofnana og sveitarfélaga.