Aðalfundur Skóræktarfélags Eyrarsveitar

Í dag, 1. júní 2007, verður haldinn aðalfundur Skógræktarfélags Eyrarsveitar. Fundurinn verður haldin í sal Verkalýðsfélagsins að Borgarbraut 2 Venjuleg aðalfundarstörf. Nýir félagar líka velkomnir. Hér má finna upplýsinga um félagið.  

Til hamingju sjómenn

Grundarfjarðarbær færir öllum sjómönnum nær og fjær hamingju- og heillaóskir í tilefni af sjómannadeginum 3. júní 2007.   Bæjarstjóri.

UMFG mætir Aftureldingu í bikarkeppni KSÍ

UMFG frá Grundarfirði mætir Aftureldingu frá Mosfellsbæ í 2. umferð Visa-bikarsins.  Leikurinn verður föstudagskvöldið 1. júní kl. 20:00 á Varmárvelli í Mosfellsbæ.   Um að gera að mæta og hvetja strákana til dáða.

Búast má við rafmagnstruflunum

Búast má við rafmagnstruflunum á Snæfellsnesi á í dag kl 9.00 og fram eftir degi. 

Nýir búningar og tap.

5.fl kv tapaði 0-9 gegn A liði ÍA og 0-2 gegn B liði ÍA. Ekki sú byrjun sem við vildum sjá en stelpurnar eru staðráðnar í því að gera betur næst. Þetta var fyrsti leikur sameiginlegs liðs Snæfellsness í 5. fl. Greinilegt var að andstæðingarnir hafa æft mikið saman og á stórum velli. Nýir keppnisbúningar voru vígðir og þökkum við styrktaraðilum kærlega fyrir stuðninginn. Það eru Landsbankinn, Fiskmarkaðurinn, Islandia og fótbolti.net. B lið 5.fl kv

Útskrift í leikskólanum

Útskrift elstu nemenda leikskólans er í dag miðvikudaginn 30. maí kl: 18:30 í leikskólanum. Eftir útskrift verður farið í skrúðgöngu út í Kaffi 59 þar sem allir fá flatbökuveislu.    

5.fl kvenna leikur í dag.

Í dag hefur 5.fl kvenna keppni á íslandsmótinu í knattspyrnu. Leikurinn er á Ólafsvíkurvelli og hefst leikur A liðs kl 17:00 og leikur B liðs kl 17:50. Stelpurnar spila í nýjum keppnisbúningum og eru aðalstyrktaraðilar á þeim Landsbankinn á Snæfellsnesi og Fiskmarkaðurinn. Vonumst til að sjá sem flesta á Ólafsvíkurvelli og hvetja stelpurnar áfram í sínum fyrsta leik.  

Áheitahlaupið

                                      Krakkar sem æfa með Snæfellsnes í 3-7 flokki kvenna og 3-7 flokk karla í knattspyrnu fóru í áheitahlaup frá knattspyrnuvellinum í Stykkishólmi til knattspyrnuvallarins í Ólafsvík föstudaginn 25. maí 2007. Tilefni þessa hlaups var sá að safna áheitum til að greiða niður mótagjöld og ferðakostnað krakkana í sumar ásamt því að greiða annan kostnað vegna samstarfssins. Vegalengdin er 65 kílómetrar. Hlaupið hófst í Stykkishólmi kl. 13:00 og því lauk í Ólafsvík kl. 19:00 með grillveislu. Á annað hundrað hlauparar tóku þátt og gekk hlaupið mjög vel og vill knattspyrnuráð HSH koma á framfæri þakklæti til allra þeirra sem hétu á krakkana og aðstoðuðu við hlaupið á einn eða annan hátt.

Skólaslit Grunnskóla Grundarfjarðar vorið 2007

Fimmtudaginn 31. maí n.k. verður Grunnskóla Grundarfjarðar slitið eftir skólaárið 2006 - 2007.  Athöfnin hefst með sýningu á vinnu nemenda kl. 16.00.  Skólaslitin sjálf hefjast kl. 17.00.

Samæfingar í dag.

Samæfing hjá 5.fl kv í dag kl 18:00 Samæfing  hjá 3.fl ka í dag kl 18:45   Fyrsta leik íslandsmótsins hjá Snæfellsnesi lauk með sigri okkar. Að var 2.fl ka sem byrjaði tímabilið fyrir okkur og sigruðu þeir lið BÍ/Bolungarvík 5-1. Næstu leikir hjá Snæfellsnesi eru á miðvikudag en þá mætir 5.fl kv, A og B lið, liði ÍA á Ólafsvíkurvelli.