Langar þig til að leika, dansa, syngja eða bara vera með? Í samstarfi við Grundfjarðarbæ verður námskeið á vegum Lóu Oddsdóttur þrisvar í viku dagana 2. til 27 júlí fyrir börn á aldrinum 6 til 14 ára. Öll börn á þessum aldri eru velkomin og strákar sérstaklega. Námskeiðsgjald er 5.000 kr. fyrir hvert barn. Atriðin verða sýnd á bæjarhátíðinni "Á góðri stund".
Einnig verður haldin sýning þegar líða fer á námskeiðið. Börnin verða þjálfuð í söng, dans og leiklist. Markmiðið er að allir fái að njóta sín og efla sjálfstraustið.
Ef einhver getur ekki verið með allan tímann, þá hafið samband og við finnum lausn á því. Skráning og upplýsingar um námskeiðið er í síma 898-7564 og 438-6771 og ennþá er hægt að skrá sig. Verum sem flest með. Lóa Odds og co.