Líf vænna umhverfis

Eins og flestum er vonandi kunnugt um hefur Íslenska gámafélagið og Grundarfjarðarbær gert með sér þjónustusamning um grænar tunnur fyrir heimilin í Grundarfirði. Tunnurnar taka við pappír, dagblöðum, tímaritum, ruslpósti, fernum, bylgjupappa, plastumbúðum, niðursuðudósum og minni málmhlutum. Tunnurnar verða

Að taka til og snyrta

Nýlega er yfirstaðið átak í hirðingu rusls og drasls frá bæjarbúum sem tóku vel við sér þegar átakið var framlengt til 17. júní sl.  Margir eiga góðar þakkir skyldar fyrir að hafa snyrt vel og vandlega umhverfis húseignir sínar og lóðir.   Enn vantar þó á því t.d. er allmikið dót á nokkrum athafnalóðum sem ekki virðist vera í virkri notkun og er til óprýði í umhverfi sínu.  Athafnafólk og fyrirtækjaeigendur, takið þetta föstum tökum og leggið ykkar af mörkum til þess að Grundarfjarðarbær hafi snyrtilegt og umhverfisvænt yfirbragð. 

Að dreifa möl um götur

Á vegum bæjarins eru götur Grundarfjarðarbæjar sópaðar af og til.  Þetta er gert til þess að fá snyrtilegra yfirbragð á bæinn og einnig til þess að verja malbikið skemmdum.  Ef möl og grjót liggja stöðugt á malbikinu skemmist það og verður holótt.  Á nokkrum stöðum háttar þannig til að malarplön eru við hús og vill mölin berast út á göturnar.  Þetta á ekki síst við um Grundargötu.  Eigendur allra húsa eru eindregið beðnir um að takmarka þetta eins og hægt er.  Nokkrir verktakar eiga það einnig til að aka vörubílum með malarfarma um götur bæjarins og virða ekki reglur um frágang farms, þ.e. hafa pallana ekki lokaða að aftan svo mölin sáldrast á göturnar.  Gott væri ef allir sameinuðust um að stoppa þessa óæskilegu malardreifingu nú þegar og kappkosta að hafa sem snyrtilegast yfirbragð á bænum.

Græn tunna á öll heimili ???

Ástæða er til þess að vekja sérstaka athygli á skoðanakönnun sem er í gangi varðandi "grænar tunnur".  Verið er að kanna hvort hemili í Grundarfjarðarbæ hafi áhuga fyrir því að hafa "græna tunnu" heima til þess að losa í pappír og plast (dagblöð, tímarit, umbúðir o.þ.h.).  Íslenska gámafélagið hf. býður fram þessa þjónustu gegn gjaldi sem er áætlað að verði nálægt 1.000 krónum á mánuði.  Lágmarksfjölda notenda þarf til þess að þjónustan verði sett af stað og miðað er við 40 heimili.  Skorað er á alla sem áhuga hafa, að láta skoðun sína í ljós með því að svara skoðanakönnuninni á heimasíðunni.

Nytjagámur

Nú er komin nytjagámur á gámasvæðið. Þar getur fólk gefið hluti sem það er hætt að nota. Markmiðið með nytjagáminum er að endurnýta húsmuni og þangað getur fólk komið og skoðað úrvalið.  

sundæfingar

Sundæfingar UMFG hefjast 25. júní Til að æfingar geti gengið sem best er ætlunin að skipta krökkunum niður eftir því sem þau hafa lært í sundi.  Átt er við að þau kunni einhverja undirstöðu í sundaðferðinni.   Hópur 1: þeir sem kunna bringusund Hópur 2: bringusund og baksund Hópur 3: bringusund, baksund og skriðsund.  

Spurning vikunnar

Spurning vikunnar var hver væri uppáhaldsfugl fólks. Lóan hafði vinninginn með 56 atkvæði (24,7%) af 227 atkvæðum. 

Norska húsið 175 ára

Norska húsið  175 ára Í dag, 19. júní, eru 175 ár síðan fótstykkið var lagt að Norska húsinu í tilefni af afmælinu verður ókeypis inn á safnið á í dag og gestum boðið upp á kakó í krambúðinni. Í Eldhúsinu og Mjólkurstofunni er sýningin “Af norskum rótum” um Strömmen trævarefabrik 1884-1929 og um norsk timburhús á Íslandi. Í Krambúðinni er fjölbreytt úrval af forvitnilegum vörum   Húsið er opið daglega í sumar kl. 11.00-17.00 Allir hjartanlega velkomnir

19. júní

Starfsfólk bæjarskrifstofunnar óskar konum í Grundarfirði til lukku með kvennadaginn. Baráttan lifi. 

Lumar þú á góssi?

Skipuleggjendur Grundarfjarðardaganna langar til þess að hafa  líflegan markað á hafnarsvæðinu á hátíðinni í ár til að auka enn á fjölbreytileikann.