- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Óhætt er að segja að blíðuveður hafi leikið við Grundfirðinga síðustu vikur. Sól og hlýindi upp á hvern dag. Helst er athugavert að það er orðinn of langdreginn þurrkur sem farinn er að há gróðri og einstaka vatnsbóli í sveitinni. Íbúar hafa notað veðrið óspart til þess að taka til hjá sér, margir eru að mála og enn aðrir að framkvæma ýmislegt heima fyrir. Bærinn hefur tekið framförum í útliti og snyrtimennsku svo tekið er eftir. Vert er að þakka íbúum fyrir það. Einnig ber að þakka bæjarstarfsfólkinu sem hefur lagt sig fram um að snyrta bæinn sem ekki var vanþörf á eftir mikið umrót vegna framkvæmda í fyrra og á þessu ári. Þetta lofar góðu fyrir bæjarhátíðina þegar mikill fjöldi gesta kemur í heimsókn.