Fimmtudaginn 12. júlí verður opnað nýtt frálags- og geymslusvæði að Hjallatúni 1 í Grundarfjarðarbæ.  Svæðið er ætlað fyrir einstaklinga og fyrirtæki til geymslu á hlutum og munum sem e.t.v. eru ekki í daglegri notkun.  Geymsla á svæðinu er gegn gjaldi skv. verðskrá sem sett hefur verið og er birt hér í auglýsingunni.  Þeir sem áhuga hafa á því að koma munum sínum í geymslu á nýja svæðinu þurfa að hafa samband við verkstjóra áhaldahússins um það.

 

Verðskrá

 

Gjaldflokkur:                          Verð m/Vsk. fyrir hvern mánuð:

 

Venjulegir fólksbílar og litlir skutlubílar       kr.   4.600

Jeppar og stærri sendibílar                       kr.   5.500

Gámar 20'                                                  kr.   4.600

Gámar 40'                                                  kr.   5.500

Trailer vagnar, vörubílar og sambærilegt kr.   5.500

Fyrir hvern fermetra af lausum varningi   kr.       125

Afturkræft tryggingargjald fyrir lykil        kr.  10.000 (ekki með Vsk.)  

(endurgreiðist ekki ef lykill glatast)

 

 

Reglur um geymslusvæðið:

Þegar komið er með muni/varning til geymslu skal viðkomandi hafa samband við verkstjóra áhaldahúss og fá hann til þess að vísa á geymslustað.  Verkstjóri tilkynnir til skrifstofu bæjarins um hvað hefur komið inn til geymslu og um stærð og umfang þess geymda vegna reikningagerðar.  Rukkað verður í fyrsta sinn fyrir heilan mánuð fyrir allt sem kemur inn á svæðið á tímabilinu 1. - 15. hvers mánaðar og fyrir hálfan mánuð fyrir það sem kemur inn á svæðið á tímabilinu 16. - 30. hvers mánaðar.  Geymslugjald er ekki endurgreitt fyrir hluta af síðasta geymslumánuði.

 

Skrifstofa Grundarfjarðarbæjar heldur skrá yfir þá sem fá geymdan varning á svæðinu.

 

Þeir sem þess óska geta fengið lykil að geymslusvæðinu gegn greiðslu tryggingargjalds.  Viðkomandi eru sjálfir ábyrgir fyrir umgengni sinni um geymslusvæðið.

 

Allur geymdur varningur á geymslusvæðinu er þar á ábyrgð eigenda sjálfra.