Vormenn Íslands

Vormenn Íslands héldu tónleika í Grundarfjarðarkirkju í gær, þann 26. feb. Vormenn Íslands eru tenórarnir Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Óskar Pétursson, Ólafur Kjartan Sigurðarson baritón og Jónas Þórir píanóleikari.   Efnisskrá þeirra félaga var fjölbreytt; óperuaríur, íslensk og erlend sönglög ásamt söngleikjatónlist. Mjög góð mæting var á tónleikana og var nánast setið á öllum bekkjum. Meðfylgjandi myndir tók Sverrir Karlsson.      

Spurning vikunnar - rétt svar

Fjallið Stöð í útsveit er nefnt Brimlárhöfði í Eyrbyggju. Danskir sæfarar áður fyrr kölluðu það Líkkistuna vegna þeirrar lögunar sem það hefur séð utan af sjó. 66 af 130 voru með rétt svar við spurningu vikunnar eða 51%. 

Vormenn Ísland - tónleikar á sunnudag!

Með hækkandi sól blása Vormenn Íslands til tónleikaferðar um landið. Hópinn skipa engir aðrir en tenórarnir Jóhann Friðgeir Valdimarsson og Óskar Pétursson, Ólafur Kjartan Sigurðarson baritón ásamt Jónasi Þóri píanóleikara. Þessa söngvara þarf vart að kynna, svo rækilega hafa þeir sungið sig inn í hjörtu landsmanna á undanförnum árum. Á efnisskrá þeirra félaga eru óperuaríur, sönglög í íslensk sem erlend ásamt söngleikjatónlist. Þó er spurning hvað þeim tekst að halda andliti og alvarleika lengi dagskrár, enda ekki langt í grín og gaman þegar svona söngfuglar koma saman. Óhætt er að lofa afar fjölbreyttri og skemmtilegri efnisskrá. Sunnudagskvöldið 26. febrúar nk. halda þeir félagar tónleika í Grundarfjarðarkirkju kl. 20.00.   Snæfellingar eru hvattir til að fjölmenna og njóta góðra tóna!  

„Heimabyggðin mín“, þemadagar í Grunnskóla Grundarfjarðar

Dagana 20. - 23. febrúar voru þemadagar í Grunnskóla Grundarfjarðar. Dagarnir báru yfirskriftina „Heimabyggðin mín“ og lauk þeim í gær með sýningu í íþróttahúsinu sem öllum bæjarbúum var boðið á. Meðfylgjandi eru myndir frá sýningunni.  

Þarfagreining vegna nýrrar sundlaugar

Á fundi sínum þann 9. febrúar sl. samþykkti bæjarstjórn Grundarfjarðar að fela Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen í Reykjavík (VST) að leggja mat á valkosti vegna nýrrar sundlaugar. Var VST falið að vinna greinargerð um ýmsar útfærslur á nýrri sundlaug og tilheyrandi aðstöðu. Í greinargerðinni verður m.a. skoðað:              

Opnun tilboða í „Landfyllingu við Stórubryggju, grjótvörn“

Í dag, þann 22. febrúar 2006, voru opnuð tilboð í verkið „Landfylling við Stórubryggju, grjótvörn“. Kostnaðaráætlun verksins hljóðar upp á 33.983.460 kr. Alls bárust fjögur tilboð í verkið:   Berglín ehf.: 21.298.200 kr., 62,7% af kostn.áætlun. Rávík ehf. og Dodds ehf.: 23.225.400 kr., 68,3% af kostn.áætlun. Tígur ehf.: 25.984.470 kr., 76,5% af kostn.áætlun. Norðurtak ehf.: 32.938.000 kr., 96,9% af kostn.áætlun.

„Stúdíódagar“ í Tónlistarskóla Grundarfjarðar

Nú stendur yfir þemavika í Tónlistarskólanum. Þemað að þessu sinni er hljóðupptökur og fékk vikan því nafnið „Stúdíódagar“. Fyrirkomulag þemadaganna er þannig að hver nemandi fær að spila eitt lag inn á upptökutæki. Með þessu fá nemendur innsýn í vinnu í hljóðveri auk þess sem hollt er fyrir þau að hlusta á sinn eigin hljóðfæraleik.  

Nýjar tölvur í grunnskólanum

Í síðustu viku voru settar upp nýjar tölvur í grunnskólanum. Annars vegar voru endurnýjaðar tölvur í tölvustofunni en auk þess voru keyptar fartölvur og sett upp þráðlaust net sem hefur þann kost að hægt er að nýta tölvur til kennslu í öllum kennslustofum skólans.  

Mýrarkerlingin

Þekkir einhver söguna um Mýrarkerlinguna? Hún er sögð vera með silungakippu á bakinu og stendur efst í Mýrarhyrnu vestur af bænum Grundarfirði. Þessi þjóðsaga hefur ekki fundist þrátt fyrir leit í ýmsum þjóðsagnabókum eða á netinu. Nú vantar hana í verkefni í þemaviku grunnskólans.

Snæfrost - stofnfundur

Laugardaginn 18. febrúar 2006 var haldinn í Sögumiðstöðinni í Grundarfirði stofnfundur hlutafélags um byggingu og rekstur frystihótels (frystigeymslu) í Grundarfirði. Félagið gengur undir vinnuheitinu Snæfrost en nokkrir aðilar hafa unnið að undirbúningi þess.