Nú stendur yfir þemavika í Tónlistarskólanum. Þemað að þessu sinni er hljóðupptökur og fékk vikan því nafnið „Stúdíódagar“. Fyrirkomulag þemadaganna er þannig að hver nemandi fær að spila eitt lag inn á upptökutæki. Með þessu fá nemendur innsýn í vinnu í hljóðveri auk þess sem hollt er fyrir þau að hlusta á sinn eigin hljóðfæraleik.

 

Þá munu litlar hljómsveitir spila saman nokkur lög og mögulega verða fengnir „gesta hljóðfæraleikarar“ til að spila með þeim. Upptökur fara fram með nýjustu tölvutækni sem notuð er við hljóðupptökur í dag. Að loknum upptökum fá nemendur disk með öllum þeim tekin verða upp þessa stúdíódaga.