Á fundi sínum þann 9. febrúar sl. samþykkti bæjarstjórn Grundarfjarðar að fela Verkfræðistofu Sigurðar Thoroddsen í Reykjavík (VST) að leggja mat á valkosti vegna nýrrar sundlaugar. Var VST falið að vinna greinargerð um ýmsar útfærslur á nýrri sundlaug og tilheyrandi aðstöðu.

Í greinargerðinni verður m.a. skoðað:

 ·      Hvað kostar 16,67 m löng sundlaug annars vegar og 25 m löng sundlaug hins vegar (VST gerir tillögu um ,,eðlilega” breidd)

·       Mismunur þessara lauga, eftir því hvort þær eru úti- eða innilaugar

·       Önnur aðstaða með sundlaug, þ.e. ,,sundmiðstöð”, s.s. pottar, vaðlaugar, rennibraut o.fl.

·        Inn í áætlun komi kostnaður vegna sundlaugarkers, sundlaugarkerfa, 2ja heitra potta, vaðlaugar, grófrar hugmyndar um rennibraut og tilheyrandi laug

·        Nauðsynleg aðstaða sem tengist, s.s. afgreiðsla, búningsklefar, tæknirými

·        Sá valkostur að hafa útilaug og litla innilaug: kostnaður, kostir, gallar

·        Staðsetning, annarsvegar á núverandi stað, hinsvegar á nýjum stað milli núverandi íþróttahúss og íþróttavallar – kostir/gallar

·        Samtenging við íþróttahús: búningsaðstaða, afgreiðsla, starfsfólk

·        Samráð við Zeppelin arkitekta vegna skipulags svæðisins

 

Greinargerð VST verður notuð við skoðun bæjarstjórnar á valkostum í uppbyggingu á nýrri sundaðstöðu.