Jarðvegslosunarstaðir „tippir“

Á haustdögum 2005 var skipaður starfshópur, sem var falið að gera tillögur að mótun „Hönnugils“. Í tillögum starfshópsins var m.a. gert ráð fyrir að fylla í gilið með jarðvegi, sem til félli á næstu misserum, og hafa þessar tillögur hlotið samþykki bæjaryfirvalda.  Áætlað er að nýta þennan tipp fram að miðju ári 2007. Jarðvinnuverktökum stendur til boða að nýta sér þetta svæði, en rétt er þó að geta þess að þessi tippur er erfiður í blautu tíðarfari m.t.t. þess að koma efni frá sér.  

Þorrablót leikskólans í gær

Börn fædd 2001, F.v. Björg, Margeir, Arna Jara, Alexandra Björk, Freyja Líf, Lydía Rós, Áslaug Stella og Svanhvít Unnur   Í gær, miðvikudaginn 8. febrúar, var þorrablót Leikskólans Sólvalla haldið. Blótið byrjaði í samkomuhúsinu þar sem börnin voru með skemmtiatriði fyrir foreldra og aðra gesti. Að loknum skemmtiatriðum var öllum boðið yfir í leikskólann og snæddur þorramatur. Meðfylgjandi myndir voru teknar á þorrablótinu.  

65. fundur bæjarstjórnar

65. fundur bæjarstjórnar Grundarfjarðar verður haldinn fimmtudaginn 9. febrúar 2006 kl. 17.00 í Grunnskólanum. Fundurinn er öllum opinn og er dagskrá hans eftirfarandi:  

Umsjónarmenn samkomuhúss

Ráðið hefur verið í starf umsjónarmanns samkomuhússins sem auglýst var laust til umsóknar í janúar. Ráðin voru Eygló B. Jónsdóttir og Arnar Guðlaugsson sem deila starfinu. Þau hafa nú þegar tekið til starfa og sjá um bókanir í húsið sem hefur verið á bæjarskrifstofunni um nokkra hríð. Síminn hjá þeim er 863 0185.

Gámastöð í Grundarfirði - opnun tilboða

Í dag kl. 11:00 voru opnuð tilboð í verkið „Gámastöð í Grundarfirði“. Tvö tilboð bárust, frá Kjartani Elíassyni og Almennu umhverfisþjónustunni ehf. Kostnaðaráætlun verksins hljóðar upp á 23.586.357 kr. Tilboðin voru eftirfarandi:   Kjartan Elíasson, 22.735.780 kr., 96% af kostnaðaráætlun. Almenna umhverfisþjónustan, 28.020.174 kr., 119% af kostnaðaráætlun. Almenna umhverfisþjónustan, frávikstilboð, 26.760.174 kr., 113% af kostnaðaráætlun.

Landnemaskólinn hefst í dag

Landnemaskólinn, sem  er námskeið á vegum Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands ætlað fullorðnu fólki á vinnumarkaðnum, sem ekki á íslensku að móðurmáli, hefst í dag í  Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Tilgangur skólans er að auðvelda þeim að laga sig að íslenskum vinnumarkaði og samfélagi. Í skólanum verður kennd Íslenska, samfélagsfræði, tölvuvinnsla og sjálfsstyrking.Um 16 þátttakendur hafa skráð sig til leiks og eru þeir allir búsettir hér í Grundarfirði. Skólinn er 120 kennslustundir og lýkur 11. maí nk.

Þorrablót Leikskólans Sólvalla

Þorrablót Leikskólans Sólvalla verður haldið þann 8. febrúar nk.  kl. 11:00. Þorrablótið byrjar í samkomuhúsinu þar sem nemendur verða með skemmtiatriði. Að skemmtiatriðum loknum verður boðið upp á þorramat í leikskólanum.   Foreldrar og aðrir gestir eru velkomnir!   Leikskólastjóri  

Rétt svar við spurningu vikunnar

Neshúsin í Grafarnesi   Fyrsta húsið var byggt í Grafarnesi árið 1906 ásamt skansi í fjörunni til fisklöndunar og hófst þá útgerð þaðan, en eiginleg þéttbýlismyndun hefst ekki fyrr en upp úr 1940  (úr Árbók Ferðafélags Íslands 1986).

Kynning á vefsíðu

Hið gullna jafnvægi Samhæfing atvinnu og fjölskyldulífs. Í tilefni af vinnslu fjölskyldustefnu Grundarfjarðarbæjar má benda á vefsíðu áhugahóps um samhæfingu vinnu og einkalífs sem meðal annars er ætluð „einstaklingum sem vilja sinna vel öllum þáttum tilverunnar: vinnunni, heimilinu, fjölskyldunni, ættingjum og öðrum ástvinum, náminu, félagsstörfum og áhugamálum“.  

Þorrablót Hjónaklúbbs Eyrarsveitar

Þeir sem eiga pantaða miða á þorrablót hjónaklúbbsins eru vinsamlegast beðnir um að sækja þá og greiða fyrir kl. 22:00 í kvöld (miðvikudag). Ennþá eru örfá sæti laus. Áhugasamir hafi samband við Kollu, Fagurhólstúni 9, í síma 438-6626.   Stjórnin