- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Skemmtiferðaskipið Artemis kom til Grundarfjarðar í morgun. Á skipinu eru rúmlega 1100 breskir farþegar og rúmlega 600 manna áhöfn. Skipið er það stærsta sem komið hefur til Grundarfjarðar, 45 þúsund brúttótonn og 230 m langt. Það ristir 8 m og getur því ekki lagst upp að bryggju.
Brottför Artemis er kl. 17:00 í dag.
Artemis liggur fyrir ankerum úti á firði |