Á fundi bæjarráðs 24. ágúst voru samþykktar breytingar á reglum um niðurgreiðslu á dagvistargjöldum foreldra með börn í dagvistun hjá dagforeldrum.

 

Miðað við 8 tíma vistun er niðurgreiðsla 21.600 kr. fyrir hjón og sambúðarfólk, fyrir einstæða foreldra og námsmenn er niðurgreiðsla 28.000 kr. og viðbótargreiðsla vegna systkina er 6.400 kr.