Vetraropnunartími í sundlaug

Frá og með 22. ágúst verður sundlaugin opin sem hér segir:   Virka daga frá 16-21 Lau - sun frá 12-18   Hætt er að selja ofan í laugina hálftíma fyrir lokun! Börn undir 8 ára aldri fá ekki aðgang að sundlauginn nema í fylgd með ábyrgðarmanni, ekki undir 14 ára. Ábyrgðarmaður tekur fulla ábyrgð á barni og fylgir því alltaf, hvort sem er í lauginni eða pottunum.    Sundlaug Grundarfjarðar

Sigur hjá strákunum.

Strákarnir í 4. fl spiluðu í gær við Víði/Reynir og gerðu sér lítið fyrir og unnu leikinn 5 - 0. Leikurinn var vel spilaður og áttu þeir þennan sigur sannarlega skilið. Mörk UMFG gerðu þeir, Marinó, Hjörtur, Rúnar með eitt mark hvor og Brynjar var með tvö mörk. Nú er riðlakeppninni lokið og eru þeir í öðru sæti í riðlinum með 16 stig. Frábær árangur hjá 4.fl ka á íslandsmótinu í sumar. Til hamingju strákar.

Kaupstaðarafmæli

Í dag er óopinber afmælisdagur Grundarfjarðarkaupstaðar. Grundarfjörður var einn af sex kaupstöðum sem stofnaðir voru með konungsúrskurði 18. ágúst 1786. Hinir kaupstaðirnir voru Reykjavík, Ísafjörður, Akureyri, Eskifjörður og Vestmannaeyjar. Áttu þessir staðir að vera miðstöðvar verslunar, útgerðar og iðnaðar hver í sínum landshluta og aðsetur opinberra stofnana og embættismanna. Allir áðurgreindir staðir misstu kaupstaðarréttindi sín, nema Reykjavík sem fagnar í dag 219 ára kaupstaðarafmæli. Til hamingju með daginn, Reykvíkingar.  

Leikskólastarf hafið aftur eftir sumarfrí

Leikskólinn Sólvellir opnaði aftur í dag eftir sumarfrí. Leikskólabörnin voru í göngutúr í veðurblíðunni þegar ljósmyndari átti leið hjá.   Glöð leikskólabörn í göngutúr 

4.fl kv í úrslitakeppnina.

    4. fl kvenna er komin í úrslit á Íslandsmótinu í knattspyrnu í 7 manna liðum. Það eru 5 lið sem komast áfram og eru það efstu liðin í hverjum riðli ásamt liðinu sem er með bestan árangur í öðru sæti. Liðin sem fara í úrslit eru Grundarfjörður, Leiknir Reykjavík, Sindri frá Höfn, Leiftur Ólafsfirði og GRV sem er sameiginlegt lið Grindavíkur , Víðis Garði og Reynis Sandgerði. Úrslitakeppnin fer fram á Ólafsfirði nú um helgina. Þetta er frábær árangur hjá stelpunum og óskum við þeim til hamingju.   Lið 4. fl karla spilaði í gær við lið BÍ/Bolungarvík og fengu heldur slæma meðferð þar af dómara leiksins. Leiknum lauk með sigri BÍ 2-1. Mark var ranglega dæmt af liði UMFG og getur það hafa kostað okkur sæti í úrslitakeppninni.              

Vetrartími á bókasafni

Vetrartími á Bókasafni Grundarfjarðar hefst 17. ágúst. Safnið er opnað kl. 15:00 alla virka daga. Mánudaga - miðvikudaga er opið til kl. 18:00, á fimmtudagskvöldum áfram til kl. 20:00. Föstudaga er opið til kl. 17. Ath breyttan tíma á föstudögum. 

Rauðir Fiskar

F.v Kristján Guðjónsson, Jón Hans Ingason, Níels Rúnar Gíslason, Sigurgeir Finnsson, Einar Melax, Guðmundur Rúnar Guðmundsson. Á myndina vantar rímnamanninn Reyni Frey Reynisson. Mynd: gauiella.is   Þjóðlega sjórokkssveitin Rauðir fiskar er nýkomin frá Frakklandi þar sem þeir spiluðu á alþjóðlegri sjómannasöngvahátíð sem kallast Féte de Chant du Marin.  Þar spiluðu Fiskarnir á þremur aðalsviðum og heilluðu jafnt gamla sjóhunda sem sendiherra.  Sveitin sem að mestu er skipuð tónlistarmönnum frá Grundarfirði, hefur undanfarin misseri verið að æfa og taka upp efni fyrir hátíðina.

Fjölbrautaskóli Snæfellinga settur í annað sinn

Fjölbrautaskóli Snæfellinga í Grundarfirði er að hefja sitt annað starfsár nú í vikunni.  Rúmlega 180 nemendur munu stunda nám í skólanum á haustönninni og hefur nemendum fjölgað töluvert frá síðastliðnum vetri. Skólinn verður settur á mánudagsmorgun, þann 22. ágúst, og hefst kennsla strax að setningu lokinni. Nemendur fá afhentar stundatöflur föstudaginn 19. ágúst.

Tónleikar í Grundarfjarðarkirkju

Kammersveitin Ísafold heldur tónleika í Grundarfjarðarkirkju mánudaginn 15. ágúst kl. 20.   Sveitin er skipuð ungu tónlistarfólki og sérhæfir sig í flutningi tónlstar 20. og 21. aldar. Hún hefur hlotið lof gagnrýnenda og var tilnefnd til Íslensku tónlistarverlaunanna 2005 sem bjartasta vonin í flokki sígildrar og samtímatónlistar.

Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn í júlí

Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn í júlí var 1.110 tonn samanborið við 657 tonn í júlí árið 2004. Sjá skiptingu eftir tegundum bæði árin í meðfylgjandi töflu:   Tegundir 2005   2004   Þorskur 151.781 Kg 33.194 Kg Ýsa 136.346 kg 11.656 kg Karfi 368.566 kg 84.273 kg Steinbítur 10.630 kg 479 kg Ufsi 68.967 kg 23.856 kg Beitukóngur 101.026 kg 32.910 kg Rækja   kg 385.170 kg Langa  1.831 kg 345 kg Sæbjúgu 38.281 kg   kg Gámafiskur 215.688 kg 82.874 kg Aðrar tegundir 17.075 kg 2.829 kg Samtals 1.110.191 kg 657.586 kg   Heildarafli fyrstu sjö mánuði ársins 2005 er rúm 14 þúsund tonn. Heildarafli fyrstu sjö mánuði ársins 2004 var rúm 9 þúsund tonn. Heildaraukning á milli ára er því 55,5% fyrstu sjö mánuði ársins.