- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
F.v Kristján Guðjónsson, Jón Hans Ingason, Níels Rúnar Gíslason, Sigurgeir Finnsson, Einar Melax, Guðmundur Rúnar Guðmundsson. Á myndina vantar rímnamanninn Reyni Frey Reynisson. Mynd: gauiella.is |
Þjóðlega sjórokkssveitin Rauðir fiskar er nýkomin frá Frakklandi þar sem þeir spiluðu á alþjóðlegri sjómannasöngvahátíð sem kallast Féte de Chant du Marin. Þar spiluðu Fiskarnir á þremur aðalsviðum og heilluðu jafnt gamla sjóhunda sem sendiherra. Sveitin sem að mestu er skipuð tónlistarmönnum frá Grundarfirði, hefur undanfarin misseri verið að æfa og taka upp efni fyrir hátíðina.
Rauðir fiskar sækja efnivið sinn allt til landnámsaldar og færa til nútímans. Þeir eru í hópi þeirra fáu tónlistarmanna hér á landi sem hafa fengist við þennan menningararf. Íslenskir sjómannasöngvar eru ekki auðfundnir, ef þeir eiga að vera eldri en frá síldarárunum. Hafa hljómsveitarmeðlimir lagt á sig mikla vinnu við að grafa upp rímur og annað gamalt efni, grúskað, samið og útsett, svo að úr verður harmiþrungið sjórokk allra alda.
Á menningarnótt Reykjavíkurborgar munu Rauðu Fiskarnir kynna efni sitt og nýútkominn geisladisk í porti bak við Svarta Kaffi kl.20.00.