- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Fjölbrautaskóli Snæfellinga í Grundarfirði er að hefja sitt annað starfsár nú í vikunni. Rúmlega 180 nemendur munu stunda nám í skólanum á haustönninni og hefur nemendum fjölgað töluvert frá síðastliðnum vetri. Skólinn verður settur á mánudagsmorgun, þann 22. ágúst, og hefst kennsla strax að setningu lokinni. Nemendur fá afhentar stundatöflur föstudaginn 19. ágúst.