Fyrsti fundur bæjarstjórnar eftir sumarleyfi verður haldinn, 15. september kl. 17.00 í samkomuhúsinu. Á dagskrá eru m.a. fundargerðir nefnda og ráða, rekstraryfirlit, kynningarbæklingur og skipan kjörnefndar vegna sameiningarkosninga 8. október n.k., tillaga um val á arkitektastofu til að taka að sér skipulagsverkefni, umræða um veitumálefni og kl. 18 á fundinum verður kynning á drögum að aðalskipulagi dreifbýlis. Fundurinn er öllum opinn.
Bæjarstjóri