Pæjumótskeppendur ásamt þjálfurum og fararstjórum. Á myndina vantar Katrínu markmann 7. fl
Það voru 30 stelpur og heill hellingur af foreldrum frá UMFG sem tóku þátt í Pæjumótinu á Siglufirði nú um helgina. Tjaldbúðir UMFG voru á góðum stað í bænum og nutum við öll gestrisni “ Gunnu frænku” ( systir Stínu Finna, Selmu, Nilla og Finna í Krákunni) þar sem að tjaldbúðirnar voru nánast í bakgarðinum hjá henni. UMFG var með lið 7.,6., 5. og 4. fl öll liðin stóðu sig með ágætum og var mikil gleði ríkjandi hjá keppendum.