- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Í dag er óopinber afmælisdagur Grundarfjarðarkaupstaðar. Grundarfjörður var einn af sex kaupstöðum sem stofnaðir voru með konungsúrskurði 18. ágúst 1786. Hinir kaupstaðirnir voru Reykjavík, Ísafjörður, Akureyri, Eskifjörður og Vestmannaeyjar. Áttu þessir staðir að vera miðstöðvar verslunar, útgerðar og iðnaðar hver í sínum landshluta og aðsetur opinberra stofnana og embættismanna. Allir áðurgreindir staðir misstu kaupstaðarréttindi sín, nema Reykjavík sem fagnar í dag 219 ára kaupstaðarafmæli. Til hamingju með daginn, Reykvíkingar.