Áheitahlaup !

Strákarnir í 5.,4.og 3.fl UMFG hlaupa í dag áheitahlaup. Þeir lögðu af stað frá Borgarnesi kl 8:00 í morgun og hlaupa með bolta á undan sér. Núna þegar klukkuna vantaði 10 mín í þrjú voru þeir að hlaupa yfir brúnna yfir Kolgrafafjörð þannig ða nú fer að styttast í að þeir komi heim. Við hvetjum alla að mæta í ESSO og taka á móti þreyttum hlaupurum.

Borun vinnsluholu fyrir hitaveitu við Berserkseyri

Eins og lesendur Grundarfjarðarvefsins hafa eflaust tekið eftir hefur Ræktunarsambandi Flóa og Skeiða gengið erfiðlega að bora vinnsluholu fyrir hitaveitu á síðastliðnum vikum. Bor Ræktunarsambandsins lenti í mjög hörðum jarðlögum, sem kallast Gabbró, og urðu afleiðingarnar þær að borstangir brotnuðu ofaní jörðinni á borstaðnum við Berserkseyri.  

Kökubasar kl. 15:00 í dag

9. bekkur Grunnskóla Grundarfjarðar verður með kökubasar í dag kl. 15:00 í Samkaupum Strax. Basarinn er liður í fjáröflun bekkjarins vegna fyrirhugaðrar Frakklandsferðar. Bekkurinn fer út þann 30. maí nk. og dvelur í Frakklandi í tvær vikur. Þetta er síðasti kökubasarinn sem 9. bekkur stendur fyrir vegna ferðarinnar. Kíkið í Samkaup og kaupið tertu fyrir helgina!   9. bekkur

Leikskólinn Sólvellir - vorskóli

Vikuna 9.–13. maí er vorskóli  í Grunnskóla Grundarfjarðar fyrir elstu nemendur leikskólans. Nemendur fara ásamt kennara úr leikskólanum daglega í grunnskólann og eru þar frá kl. 13:00-15:00 þar sem þau kynnast grunnskólastarfinu og þeim kennurum sem koma til með að kenna þeim í haust.  

Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn í apríl

Landaður afli í Grundarfjarðarhöfn í apríl var 2.382 tonn samanborið við 1.104 tonn í apríl 2004. Aflinn er því 116% meiri nú í apríl heldur en á sama tíma í fyrra!   Meðfylgjandi tafla sýnir skiptingu á milli tegunda. Gámafiskur er að stærstum hluta ýsa, þorskur og steinbítur.  

Samæfing slökkviliða á Snæfellsnesi

Slökkvibílarnir þrír sem liðin á Nesinu eiga Miðvikudaginn 4. maí sl. hélt Brunamálastofunun samæfingu með slökkviliðum Stykkishólms, Grundarfjarðar og Snæfellsbæjar. Æfingin var haldin að Gufuskálum en þar hefur Brunamálastofunum verið að koma upp búnaði til æfinga fyrir slökkvilið.  

Félagsgallar UMFG !

 UMFG er að taka í notkun nýja félagsgalla og verður hægt að panta þá í dag á milli kl 17:00 og 18:30 á KAFFI 59. Gallarnir verða merkti með nafni viðkomandi og er því mikilvægt að koma með krakkana til þess að máta gallann og finna rétta stærð. Verð á galla er kr. 5400 fyrir barnastærðir og 6400 fyrir fullorðinsstærðir. Félagið hefur ákveðið að fara fram á það að allir iðkendur kaupi félagsgalla UMFG og allir þeir sem keppa fyrir félagið eiga því að mæta til keppni í félagsgalla UMFG.

Götusópari á ferð

Götusópari er að sópa götur hér í Grundarfirði í dag og fram á miðvikudag. Fólk er hvatt til að hliðra til fyrir götusópnum og færa bifreiðar sínar eftir því sem kostur er, þannig að náist að sópa allar götur og ekkert verði eftir. Reynt verður að banka upp á í húsum þar sem færa þarf bifreiðar af götunni.   Hjálpumst að við að að gera bæinn okkar snyrtilegan fyrir sumarið!   Verkstjóri

Heimaþjónusta

Grundarfjarðarbær óskar eftir starfsmanni í heimaþjónustu, 4-6 tíma á viku. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Laun samkvæmt kjarasamningi SDS og Launanefndar sveitarfélaga. Nánari upplýsingar fást á bæjarskrifstofunni eða í síma 430 8500.   Skrifstofustjóri  

Sundlaugin lokar kl. 19 á þriðjudag

Sundlaugin lokar kl. 19 á þriðjudag vegna lokahófs franskra skólabarna og 9. bekkjar.