- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
UMFG er að taka í notkun nýja félagsgalla og verður hægt að panta þá í dag á milli kl 17:00 og 18:30 á KAFFI 59. Gallarnir verða merkti með nafni viðkomandi og er því mikilvægt að koma með krakkana til þess að máta gallann og finna rétta stærð. Verð á galla er kr. 5400 fyrir barnastærðir og 6400 fyrir fullorðinsstærðir.
Félagið hefur ákveðið að fara fram á það að allir iðkendur kaupi félagsgalla UMFG og allir þeir sem keppa fyrir félagið eiga því að mæta til keppni í félagsgalla UMFG.
Við vitum að það getur verið kostnaðarsamt fyrir fjölskyldur að kaupa galla á alla en við komum til móts við kaupendur með sveigjanlegum greiðslukjörum.
Þessir gallar koma frá HENSON og verða bæði jakkinn og buxurnar merktar með nafni eiganda og á baki jakkans stendur einnig Grundarfjörður. Mynd af gallanum kemur á vefinn í hádeginu.