Fyrir skemmstu fóru þrír úr unglingadeildinni Pjakk á námskeiðið Björgunarmaður 1 á Gufuskálum. Þetta námsekið er haldið á vegum Björgunarskóla Landsbjargar og er í heildina 9 dagar. Fulltrúar Pjakks voru þeir Gísli Valur Arnarson, Ólafur Kristinn Skarphéðinsson og Gústav Alex Gústavsson. Á námskeiðinu fá þeir alla grunnþjálfun á því sem björgunarmaður þarf að hafa til að geta hafið störf í björgunarsveit, s.s. rötun, fjallamennska, leitartækni, fyrsta hjálp, veðurfræði til fjalla og fl.