Björgunarsveitin Klakkur og Unglingadeildin Pjakkur

Fyrir skemmstu fóru þrír úr unglingadeildinni Pjakk á námskeiðið Björgunarmaður 1 á Gufuskálum. Þetta námsekið er haldið á vegum Björgunarskóla Landsbjargar og er í heildina 9 dagar. Fulltrúar Pjakks voru þeir Gísli Valur Arnarson, Ólafur Kristinn Skarphéðinsson og Gústav Alex Gústavsson. Á námskeiðinu fá þeir alla grunnþjálfun á því sem björgunarmaður þarf að hafa til að geta hafið störf í björgunarsveit, s.s. rötun, fjallamennska, leitartækni, fyrsta hjálp, veðurfræði til fjalla og fl.

Framhaldsskólanám í grunnskólunum

Nýlega var gert samkomulag milli skólastjóra grunnskóla á Snæfellsnesi og skólameistara Fjölbrautaskóla Snæfellinga um að nemendum 10. bekkja í grunnskólum Snæfellsbæjar, Grundarfjarðarbæjar og Stykkishólmsbæjar næsta skólaár standi til boða að stunda nám í FSN í kjarnaáföngum fyrsta árs námsefnis framhaldsskóla samhliða námi í 10. bekk.

Hjólað í vinnuna - vinnustaðakeppni

Minnt er á fræðslu- og hvatningarverkefni ÍSÍ, „Hjólað í vinnuna“, sem verkefnið „Ísland á iði“ mun standa fyrir dagana 2. - 13. maí n.k. Meginmarkmið „Hjólað í vinnuna“ er að vekja athygli á hjólreiðum sem heilsusamlegum, hagkvæmum og umhverfisvænum samgöngumáta. Keppt er í 6 fyrirtækjaflokkum um flesta daga og flesta km, hlutfallslega miðað við fjölda starfsmanna í fyrirtækjum. Allir þeir sem nýta eigin orku til að koma sér til vinnu s.s. hjóla eða ganga geta tekið þátt.