Á næstu mánuðum er ætlunin að kynna starfsemi einstakra stofnana Grundarfjarðarbæjar, með því að taka fyrir eina stofnun í hverjum mánuði. Hugsunin er að miðla upplýsingum, vonandi til fróðleiks og gamans í bland. Jafnvel þó allir viti af því að leikskóli, grunnskóli og áhaldahús starfi í þessum bæ, þá er örugglega ýmislegt sem varpað getur frekara ljósi á starfsemina í viðkomandi stofnun. Forstöðumaður hverrar stofnunar eða starfsemi tekur saman vikulega fróðleiksmola sem eru birtir á vef Grundarfjarðarbæjar og hefur Vikublaðið Þeyr tekið vel í að birta þetta jafnframt í blaðinu. Allar ábendingar og athugasemdir við þetta tiltæki eru vel þegnar, um leið og minnt er á vef bæjarins, www.grundarfjordur.is
Leikskólinn Sólvellir er stofnun maímánaðar og mun að auki standa fyrir opnum degi 24. maí til kynningar á starfseminni.