Eins og fram hefur komið á bæjarvefnum er í gangi undirbúningur fyrir siglingakeppnina Skippers D´Islande 2006, en keppnisleiðin er: Paimpol - Reykjavík - Grundarfjörður – Paimpol.
Áhugamenn standa að keppninni, m.a. siglingaklúbburinn í Paimpol á Bretagne-skaga í Frakklandi. Siglingaklúbburinn Brokey í Reykjavík leggur þeim lið með undirbúning hér heima.
Við sýningarbás Bretagne á bátasýningunni í París: Frá vinstri Emile Poidevin, formaður Skippers d'Islande, Elisabeth Steffan frá Icelandair skrifstofunni í París, varaforseti Conseil général des Côtes d'Armor á Bretagne, Michel Morin frkvstjóri keppninnar, Björg bæjarstjóri, Jean-Paul Pochard borgarstjóri Paimpol, Finnbogi Rútur Arnarson sendifulltrúi í íslenska sendiráðinu í París, Elisabeth Amos, ritari formanns Skippers og Ágúst Ágústsson markaðsstjóri Faxaflóahafna sf.