Laugardaginn 17. desember 2005 var fyrsta brautskráning nemenda frá Fjölbrautaskóla Snæfellinga. Þá voru brautskráðir fjórir stúdentar, þrír af félagsfræðabraut og einn með viðbótarnám til stúdentsprófs.
 
Fyrstu stúdentar FSN; Eygló B. Jónsdóttir, Gunnar Már Árnason, Hulda Hildibrandsdóttir og Vilhjálmur Pétursson.

 

Útskriftarnemar fengu allir táknræna gjöf frá skólanum í tilefni af því að þeir eru fyrstu nemendur sem brautskrást frá honum. Einnig fékk Vilhjálmur Pétursson, einn útskriftarnemenda, verðlaun fyrir góðan árangur í viðskiptagreinum frá KB banka, verðlaun fyrir góðan árangur í íslensku frá Eddu-miðlun og verðlaun fyrir hæstu einkunn á stúdentsprófi frá sveitarfélögunum sem standa að skólanum, Grundarfjarðarbæ, Helgafellssveit, Snæfellsbæ og Stykkishólmsbæ.

Kór skólans flutti þrjú lög og Hólmfríður Friðjónsdóttir sópransöngkona og kórstjóri skólans söng einsöng.

Af vef Fjölbrautaskóla Snæfellinga.