Fjárhagsáætlun 2006 samþykkt

Fjárhagsáætlun Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2006 var samþykkt við aðra umræðu á fundi bæjarstjórnar miðvikudaginn 14. desember. Ennfremur fór fram fyrri umræða um þriggja ára áætlun bæjarins. Gerð verður nánari grein fyrir fjárhagsáætluninni og ýmsu henni tengdu hér á bæjarvefnum á næstu dögum.   Helstu fjárfestingar ársins 2006

Óvissujólabókapakkar á bókasafninu

Fjölskyldan heimsækir bókasafnið og fær jólabækurnar að láni. Fáið óvissubókapakka með heim. Sjá meira um lestur á jólum og rauða og græna textann á vefsíðu bókasafnsins.

Hitamet

Á vef Veðurstofunnar kom fram að hitastig í Grundarfirði mældist 8,9 gráður kl. 23 að kveldi þriðjudagsins 13. desember. Reyndist þetta þá mesti hiti á landinu.  Slíkar hitatölur eru ekki algengar 11 dögum fyrir jól, en "vott og vindasamt" hefur verið stefið í veðri landsmanna undanfarna daga. Hvort jólin verða hvít eða rauð er of snemmt að spá um, en ljóst að margir kysu fremur hvíta jörð og jafnvel frost heldur en hlýindin á þessum árstíma, mættu þeir ráða.  

Opinn jóla-tónfundur Tónlistarskólans

Fimmtudaginn 15. desember kl. 17.30 verður haldinn síðasti Tónfundur Tónlistarskóla Grundarfjarðar á þessari önn. Fundurinn verður haldinn í aðstöðu Tónlistarskóla/félagsmiðstöðvar. Sjá nánar hér.

Hundaeigendur athugið!

Hin árlega hundaskoðun fer fram í Áhaldahúsi Grundarfjarðar á morgun, 14. desember,  kl. 13:00-16:00.   Verkstjóri

Jólaföndur í leikskólanum

Foreldrafélag leikskólans var með jólaföndur þriðjudaginn 6. desember sl. Góð mæting var hjá foreldrum í  jólaföndrið og er þetta gott framtak hjá stjórninni að hafa jólaföndrið á virkum degi. Það má segja að þetta sé  innlegg hjá þeim inn í þá fjölskyldustefnu sem sveitarfélagið er að setja sér. Meðfylgjandi myndir eru frá föndurdeginum:  

Sorphirðudagar í desember og fram á nýja árið

Sorphirðudagar í desember og fram á nýja árið eru sem hér segir:   Mánudagur     19. desember 2005         Fimmtudagur 19. janúar 2006 Fimmtudagur  29. desember 2005         Mánudagur     30. janúar 2006 Mánudagur     9. janúar 2006                Fimmtudagur  9. febrúar 2006               Þessir dagar eiga einnig við um dreifbýli Grundarfjarðarbæjar  

Fréttir af kæjanum

Í morgun komu tvö skip með sama nafni í höfn á svipuðum  tíma, annarsvegar nýtt skip Guðmundar Runólfssonar HF, Hringur SH 153 til Vestmannaeyja frá Póllandi þar sem hann hefur verið í breytingum og svo Hringur SH 535 til Grundarfjarðar til löndunar úr sinni næstsíðustu veiðiferð. Með þessari löndun Hrings, sem var með 70 tonn,  fór landaður afli í Grundarfjarðarhöfn yfir 20.000 tonn . HG  

Grundarfjörður valkostur í verslun

 Eftirfarandi grein birtist í Skessuhorninu fyrir skömmu, um verslun í Grundarfirði. Það er Gunnar Kristjánsson í Grundarfirði sem ritar svo:   Það kemur mörgum á óvart sem kemur til Grundarfjarðar hversu margar verslanir er að finna í  ekki stærra byggðarlagi. Það má einnig telja góðan kost  að þótt þær séu ekki allar undir sama þaki er stutt á milli þeirra. Því ætti í þokkalegu veðri ekki að vera mikið mál þ.e. ef menn eru ekki að kaupa þeim mun meira, að leggja bílnum á góðum stað og taka síðan rúnt á milli verslananna gangandi. Við gerum það í þetta sinn leggjum bílnum á lóð Sögumiðstöðvarinnar við gatnamót Hrannarstígs og Grundargötu og röltum síðan yfir Grundargötuna á nýlagðri upphækkaðri gangbraut. Við Hrannarstíginn sem liggur þvert á Grundargötuna  niður að höfn, er fyrst á vinstri hönd að finna Essó – Hraðbúð þar sem bíleigendur finna auk eldsneytis flest það sem nauðsynlega þarf  til bílreksturs en þar er einnig að finna fjölmargt matarkyns, fatnað, skyndibita og margt fleira .

67. Stjórnarfundur

67. Stjórnarfundur Eyrbyggja 6. desember 2005 kl.20:00 að Dalvegi 2 í Kópavogi.   Viðstaddir:  Hermann Jóhannesson, Benedikt Gunnar Ívarsson, Atli Már Ingólfsson, Ásthildur Kristjánsdóttir, Bergþóra Sigurðardóttir og Guðlaugur Pálsson.   Gestur:  Gísli Karel Halldórsson.