Fimmtudaginn 15. desember var haldinn fundur í Krabbameinsfélagi Snæfellsness, Grundarfjarðardeild. Þar var kynnt starfsemi annarra stuðningsfélaga Krabbameinssjúklinga. Að loknum fundi í Sögumiðstöðinni var haldið niður í húsnæði Verkalýðsfélagsins Stjörnunnar.

Þar var opnuð ný aðstaða Krabbameinsfélagsins, en búið var að kaupa sófa og borð til að gera aðstöðuna sem notalegasta.

 

Félaginu barst góðar gjafir frá félagasamtökum í Grundarfirði. Það var Lionsklúbbur Grundarfjarðar, Kvenfélagið Gleym mér ey, Rauði Krossinn  og Verkalýðsfélagið Stjarnan. Einnig gáfu hjónin Ragnar Haraldsson og Rósa Björg Sveinsdóttir félaginu veglega peningagjöf. Þess má einnig geta að aðstöðuna í Verkalýðsfélagshúsinu fær félagið að láni endurgjaldslaust.