- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Í gær 19. desember kom starfsfólk og bæjarfulltrúar Grundarfjarðarbæjar og fjölskyldur þeirra saman á Jólastund, sem haldin er í fyrsta sinn í þessari mynd. Boðið var upp á heitt súkkulaði, smákökur, klatta og rúgbrauð, að ógleymdu hinu frábæra síldarsalati hennar Önnu H. Andreasen, matráðs í leikskólanum, en það á uppruna sinn í Færeyjum. Sungin voru jólalög og lesnar jólasögur.
Um hundrað manns áttu saman jólastund á Kaffi 59. Um undirbúninginn sáu þær Sigríður Gísladóttir, Helga Hafsteinsdóttir og Ingibjörg Þórarinsdóttir.
Hér að neðan eru nokkrar myndir sem teknar voru á jólastundinni.
Jökull Helgason og Jónas P. Bjarnason spiluðu undir þegar jólalögin voru sungin. |