Jólaundirbúningur stendur sem hæst í Grundarfirði þessa dagana. Aðventukvöld var haldið í Grundarfjarðarkirkju sl. sunnudag. Þar sungu Kirkjukór Grundarfjarðarkirkju og Barnakirkjukórinn með stakri list ásamt því að krakkar úr tónlistarskóla Grundarfjarðar spiluðu.
Í gærkvöldi (fimmtudag) var haldið upplestrakvöld í Krákunni. Þar lásu Súsanna Svavarsdóttir, Þráinn Bertelsson, Árni Þórarinsson og Páll Ásgeir Ásgeirsson upp úr nýútkomnum bókum sínum. Þetta var einstaklega vel heppnað kvöld í alla staði.
Með fylgjandi eru myndir af kvöldinu sem Hrafnhildur Jóna Jónasd. tók
![]() |
Árni Þórarinsson les úr bók sinni Tími nornarinnar |
![]() |
Páll Ásgeir Ásgeirsson les úr bók sinni um Láru miðil |
![]() |
Súsanna Svavarsdóttir les úr bók sinni Dætur hafsins |
![]() |
Þráinn Bertelsson les úr bók sinni Valkyrjur |