- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Eins og flestir vita verður sú nýbreytni tekin upp á hátíð Grundfirðinga nú í lok júlí ,,Á góðri stund í Grundarfirði" að hafa svokallaðar hverfahátíðir. Bænum er skipt upp í fjögur hverfi þar sem hvert hverfi fær sinn lit. Hvert hverfi heldur svo ,,hverfahátíð" seinni part laugardags. |
Að hátíð lokinni ganga hóparnir fullum skrúða niður að hátíðarsvæði þar sem hvert hverfi verður með skemmtiatriði. |
Undirbúningur hverfahátíðanna er kominn í fullan gang og eru hverfastjórar komnir til starfa í öllum hverfum. Hverfastjórar hafa það hlutverk að kalla saman fólkið úr sínu hverfi til þess að skipuleggja herlegheitin. Hóparnir sitja nú hverjir í sínu horni og undirbúningsvinnan er að sjálfsögðu algert leynimakk. Lokapunkturinn verður svo miklu skemmtilegri takist hópunum að halda atriðunum leyndum fram á síðustu stundu!