Í vor endurnýjaði og stækkaði Landsbanki Íslands í Grundarfirði samstarfssamning við Ungmennafélag Grundarfjarðar.

 

Stærsti einstaki þátturinn í þeim samningi er að í ár voru keyptir 100 nýir keppnisbúningar fyrir iðkendur knattspyrnu.

 

Ungmennafélagið og Landsbankinn ætla að vinna saman næstu árin þannig m.a. að þeir félagar í Ungmennafélaginu sem ganga í einhvern af klúbbum Landsbankans, Krakkaklúbb, Sportklúbb eða Námuna fá sérmerkta íþróttatösku.

 

Einnig fá félagar í UMFG sem eru í klúbbum Landsbankans 10% afslátt af æfingagjöldum.

 

Ungmennafélagið er mjög ánægt með þennan samning og með honum er Landsbankinn að styrkja unga og efnilega íþróttamenn.