- Þjónusta
- Stjórnsýsla
- Mannlíf
Þriðjudaginn 30. nóvember fóru elstu nemendur leikskólans ásamt kennurum í heimsókn í grunnskólann. Þar tók Ragnheiður Þórarinsdóttir, aðstoðaskólastjóri, á móti þeim og sýndi þeim húsnæði skólans. Þessi heimsókn er liður í samstarfi leik- og grunnskóla til að auðvelda skiptin á milli skólastiganna. Að venju var vel tekið á móti þessum væntanlegu nemendum grunnskólans og voru þau ánægð með heimsóknina.
Elstu börnin á Leikskólanum Sólvöllum í heimsókn í Grunnskóla Grundarfjarðar |